Tilkynning vegna fćrslu geymslusvćđis viđ Moldarlág

  • Fréttir
  • 9. apríl 2021

Líkt og áður hefur komið fram hefur Grindavíkurbær ákveðið að færa geymslusvæði sveitarfélagsins frá Moldarlág að svæði ofan við iðnaðarsvæði við Eyjabakka.

Öllum aðilum sem eru með gáma, hluti, efni, o.s.frv. á Moldarlág er gert að fjarlægja það af svæðinu eigi síðar en 13. apríl nk.  

Komi til þess að aðilar sem eru með hluti í geymslu á Moldarlag fjarlægi þá ekki fyrir 13. apríl nk. verða þeir hlutir fjarlægðir/fargað á kostnað eiganda.

 


Deildu ţessari frétt