Fundur 516

  • Bćjarstjórn
  • 31. mars 2021

516. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í Kvikunni, 30. mars 2021 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Guðmundur L. Pálsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Irmý Rós Þorsteinsdóttir, varamaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður og Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður sem sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. Breyting á deiliskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi - 2103062
Til máls tók: Sigurður Óli.

HS Orka óskar eftir að breyta deiliskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi. Tilgangur breytingar er að gera ráð fyrir nýjum sjótökuholum. HS Orka vinnur jafnframt að matsskyldufyrirspurn til Skipulagsstofnunar vegna þessara framkvæmda. Tillagan var auglýst. Engar athugasemdir bárust. Skipulagsnefnd samþykkti deiliskipulagstillöguna á 84. fundi sínum þann 22. mars sl. og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

2. Suðurnesjalína 2 - umsókn um framkvæmdarleyfi - 2012027
Til máls tók: Sigurður Óli.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að afturkalla útgefið framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 vegna smávægilegra formgalla í málsmeðferð. Afturköllunin er gerð í samráði við umsækjanda.

3. Suðurnesjalína 2 - umsókn um framkvæmdarleyfi - 2103091
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Hjálmar og Hallfríður.

Umsókn Landsnets, sem lögð var fram 11. desember 2020, um framkvæmdaleyfi fyrir því að byggja 220 kV raflínu, Suðurnesjalínu 2, milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í Grindavík er tekin til afgreiðslu að nýju. Fyrri afgreiðsla var haldin formannmörkum, sem bætt hefur verið úr. Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi, nr. 772/2012. Suðurnesjalína 2, alls um 33,9 km og er hluti hennar innan Grindavíkur 0,79 km. Miðað er við að hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 árið 2021 og að spennusetning línunnar verði í lok árs 2022. Greinargerð sbr. 13. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfið með 6 atkvæðum, Páll Valur situr hjá.

4. Staðarsund 7 - Umsókn um byggingarleyfi - 2101034
Til máls tók: Sigurður Óli.

Grenndarkynningu á byggingarleyfi TGraf við Staðarsund 7 er lokið, ein athugasemd barst. Skipulagsnefnd hefur tekið til skoðunar athugasemd sem barst eftir grenndarkynningu. Tekinn var til greina hluti athugasemdarinnar. Rýmisnúmer annarra eignarhluta en umsækjanda munu verða óbreytt. Eignarhaldstafla leiðréttist í samræmi við það. Eftir breytinguna verða eignarhlutar 6 talsins með sameign. Athugasemd varðandi stærð botnflatar byggist á misskilningi. Athugasemdaraðili fær nánari útskýringar. Skipulagsnefnd samþykkti byggingaráformin á 84. fundi sínum þann 22. mars sl. og vísaði afgreiðslunni til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

5. Kynning á breytingum á auglýsing um verndarsvæði á Reykjanesskaga - háhiti Brennisteinsfjallasvæðis í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlun - 2102156
Til máls tók: Sigurður Óli. Kynning á breytingum á auglýsingu um verndarsvæði á Reykjanesskaga - háhiti Brennisteinsfjallasvæðis í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlun - er lögð fram til umsagnar eða athugasemda. Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við auglýsinguna á 84. fundi sínum þann 22. mars sl. og vísað afgreiðslunni til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

6. Starfsmannastefna - breyting vegna jafnlaunastefnu - 2103052
Til máls tók: Sigurður Óli.

Breyting á jafnlaunastefnu, tilvísanir í lög breytt vegna nýrra laga. Lög 150/2020 koma í stað laga 10/2008. Bæjarráð vísar stefnunni til samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breytinguna.

7. Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 2103094
Til máls tók: Sigurður Óli.

Gerð er tillaga um að fulltrúi Rauða krossins í almannavarnarnefnd Grindavíkur verði Guðjón Örn Sigtryggsson. Kemur hann í stað Tryggva Hjartar Oddssonar. Samþykkt samhljóða.

8. Jarðskjálftar og landris við Grindavík - 2001074
Til máls tóku: Sigurður Óli og Páll Valur.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka fyrir árið 2021 á rekstrareininguna "07451 - Náttúruvá - jarðskjálftar og eldgos" að fjárhæð 10.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

9. Beiðni um styrk vegna breytinga á búningsklefa við knattspyrnuvöll - 2102151
Til máls tók: Sigurður Óli. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 737.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

10. Víkurbraut 62, 3 hæð - Starfsaðstæður - 2103023
Til máls tók: Sigurður Óli. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2021 á rekstrareininguna 04011 Skólaskrifstofa kr. 2.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

11. Félag eldri borgara - Beiðni um styrk vegna fasteignagjalda - 2103017
Til máls tók: Sigurður Óli. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 155.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

12 .Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2102009
Til máls tók: Sigurður Óli. Fundargerð 895. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. febrúar 2021 er lögð fram til kynningar.

13.Bæjarráð Grindavíkur - 1573 - 2102023F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, bæjarstjóri, Birgitta, Hjálmar, Páll Valur og Helga Dís. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

14. Bæjarráð Grindavíkur - 1574 - 2103005F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

15. Bæjarráð Grindavíkur - 1575 - 2103010F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Páll Valur, bæjarstjóri, Helga Dís og Birgitta. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

16. Bæjarráð Grindavíkur - 1576 - 2103015F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, bæjarstjóri, Helga Dís, Hallfríður, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar, Birgitta og Irmý. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

17. Skipulagsnefnd - 84 - 2103014F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, bæjarstjóri, Páll Valur, Irmý, Birgitta og Hjálmar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

18. Fræðslunefnd - 107 - 2103003F
Til máls tók: Sigurður Óli. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

19. Umhverfis- og ferðamálanefnd - 52 - 2103008F
Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Helga Dís, Hallfríður, Birgitta, Páll Valur og Hjálmar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

20. Frístunda- og menningarnefnd - 102 - 2102022F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Irmý, Páll Valur, Hallfríður, Birgitta og bæjarstjóri. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

21. Afgreiðslunefnd byggingarmála - 49 - 2103013F
Til máls tók: Sigurður Óli. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135