Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

  • Fréttir
  • 29. mars 2021

516. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur verður haldinn í Kvikunni á morgun, þriðjudaginn 30. mars 2021 og hefst kl. 16:00. Ekki verður opið fyrir gesti að mæta vegna sóttvarnareglna en hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi á YouTube vef bæjarins. 

Dagskrá:
Almenn mál


1. 2103062 - Breyting á deiliskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi
HS Orka óskar eftir að breyta deiliskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi. Tilgangur breytingar er að gera ráð fyrir nýjum sjótökuholum. HS Orka vinnur jafnframt að matsskyldufyrirspurn til Skipulagsstofnunar vegna þessara framkvæmda. Tillagan var auglýst. Engar athugasemdir bárust. Skipulagsnefnd samþykkti deiliskipulagstillöguna á 84. fundi sínum þann 22. mars sl. og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2. 2012027 - Suðurnesjalína 2 - umsókn um framkvæmdarleyfi
Útgefið framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 hefur verið kært. Annmarkar voru á afgreiðslu.

3. 2103091 - Suðurnesjalína 2 - umsókn um framkvæmdarleyfi
Landsnet sækir að nýju um framkvæmdaleyfi fyrir því að byggja 220 kV raflínu, Suðurnesjalínu 2, milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í Grindavík. Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi, nr. 772/2012. Suðurnesjalína 2, er alls um 33,9 km og er hluti hennar innan Grindavíkur 0,79 km. Miðað er við að hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 árið 2021 og að spennusetning línunnar verði í lok árs 2022.

4. 2101034 - Staðarsund 7 - Umsókn um byggingarleyfi
Grenndarkynningu á byggingarleyfi TGraf við Staðarsund 7 er lokið, ein athugasemd barst. Skipulagsnefnd hefur tekið til skoðunar athugasemd sem barst eftir grenndar-kynningu. Tekinn var til greina hluti athugasemdarinnar. Rýmisnúmer annarra eignarhluta en umsækjanda munu verða óbreytt. Eignarhaldstafla leiðréttist í samræmi við það. Eftir breytinguna verða eignarhlutar 6 talsins með sameign. Athugasemd varðandi stærð botnflatar byggist á misskilning. Athugsemdaraðili fær nánari útskýringar. Skipulagsnefnd samþykkti byggingaráformin á 84. fundi sínum þann 22. mars sl. og vísaði afgreiðslunni til bæjarstjórnar.

5. 2102156 - Kynning á breytingum á auglýsing um verndarsvæði á Reykjanesskaga - háhiti Brennisteinsfjallasvæðis í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlun
Kynning á breytingum á auglýsingu um verndarsvæði á Reykjanesskaga - háhiti Brennisteinsfjallasvæðis í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlun - er lögð fram til umsagnar eða athugasemda. Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við auglýsinguna á 84. fundi sínum þann 22. mars sl. og vísað afgreiðslunni til bæjarstjórnar.

6. 2103052 - Starfsmannastefna - breyting vegna jafnlaunastefnu
Breyting á jafnlaunastefnu, tilvísanir í lög breytt vegna nýrra laga. Lög 150/2020 koma í stað laga 10/2008. Bæjarráð vísar stefnunni til samþykktar í bæjarstjórn.

7. 2103094 - Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar
Kjósa þarf nýjan fulltrúa í almannavarnanefnd Grindavíkur.

8. 2001074 - Jarðskjálftar og landris við Grindavík
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka fyrir árið 2021 á rekstrareininguna "07451 - Náttúruvá - jarðskjálftar og eldgos" að fjárhæð 10.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

9. 2102151 - Beiðni um styrk vegna breytinga á búningsklefa við knattspyrnuvöll
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 737.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

10. 2103023 - Víkurbraut 62, 3 hæð - Starfsaðstæður
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2021 á rekstrareininguna 04011 Skólaskrifstofa kr. 2.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

11. 2103017 - Félag eldri borgara - Beiðni um styrk vegna fasteignagjalda
Bæjarráð samþykkir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2021. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 155.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
Fundargerðir til kynningar

12. 2102009 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2021
Fundargerð 895. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. febrúar 2021 er lögð fram.

13.2102023F - Bæjarráð Grindavíkur - 1573
14.2103005F - Bæjarráð Grindavíkur - 1574
15.2103010F - Bæjarráð Grindavíkur - 1575
16.2103015F - Bæjarráð Grindavíkur - 1576
17.2103014F - Skipulagsnefnd - 84
18.2103003F - Fræðslunefnd - 107
19.2103008F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 52
20.2102022F - Frístunda- og menningarnefnd - 102
21.2103013F - Afgreiðslunefnd byggingarmála - 49

26.03.2021
Fannar Jónasson, bæjarstjóri


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2021

Ađgangur ađ gossvćđinu aukinn

Fréttir / 8. apríl 2021

Vinnuskóli og sumarstörf 2021

Fréttir / 7. apríl 2021

Kvikugangurinn sýndur myndrćnt á korti

Fréttir / 6. apríl 2021

Gossvćđiđ er lokađ

Fréttir / 1. apríl 2021

Góa gefur Grindvíkingum hraunpáskaegg

Fréttir / 30. mars 2021

Bćjarkort međ bílastćđum

Fréttir / 30. mars 2021

Stöđugur straumur bíla og allt stopp

Fréttir / 30. mars 2021

Grindavíkurbćr á Instagram