Gosstöđvum verđur lokađ kl. 13:00 í dag vegna veđurs

  • Kvikufréttir
  • 27. mars 2021

Svæðinu í nágrenni eldstöðvanna í Geldingadölum verður lokað klukkan 13:00 vegna óveðurs. Veður er vont og spáð er enn verra veðri. Það er mjög kalt og hávaðarok við gosstöðvarnar og eru þessar ráðstafanir gerðar með öryggi fólks í huga, bæði þeirra sem vilja fara að sjá eldgosið og eins þeirra sem gæta þar öryggis. Um 40 manns frá björgunarsveitum og slökkviliði eru nú á svæðinu. Þar hefur verið komið upp tjöldum og búnaður er til reykköfunar. Fram kom í fréttum í morgun að ef fólk lenti í vandræðum í vonskuveðri í dag væri langa leið að fara til að aðstoða það við erfiðar aðstæður.

Það er ekki að sjá að hvatning sóttvarnalæknis til fólks um að halda sig fjarri vegna smithættu hafi dregið úr fólksfjöldanum í gær. „Nei, það var alveg gríðarlegur fjöldi þarna í gærkvöldi. Menn voru að tala um að það hafi getað verið á bilinu þrjú til fimm þúsund manns sem komu þarna í gær,“ sagði Steinar Þór Kristinsson sem situr í aðgerðarstjórn. Hann segir að eitthvað hafi verið um smá hnoð en engin alvarleg meiðsli. Um 270 bílar voru í nágrenni gosstöðvanna klukkan sjö í morgun.

„Það er austanátt núna, aðkoman á leið A er ágæt eins og er en menn fylgjast með gasmagni og mælingum og eru að mæla þetta reglulega,“ sagði Steinar. Hann tók undir það í útvarpsfréttum að fólk sem ekki væri lagt af stað á göngu að eldstöðvunum ætti frekar að snúa við en freista þess að komast þangað.

Frétt af RÚV


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 22. september 2023

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins 26. september

Fréttir / 22. september 2023

Bćjarmálafundur Miđflokksins í Grindavík

Fréttir / 21. september 2023

Laugardagsfundir xD aftur á dagskrá

Fréttir / 7. september 2023

Bingó framundan í Víđihlíđ

Fréttir / 15. september 2023

Viltu vera međ í slökkviliđinu?

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 14. september 2023

Hvernig á ađ halda upp á 50 ára afmćli?

Fréttir / 12. september 2023

Íslenskur dagur í Uniejów

Fréttir / 8. september 2023

Lúđrasveitarnám

Fréttir / 7. september 2023

Styrktarhlaup/ganga á Ţorbjörn 9. september

Nýjustu fréttir

Heilaheilsa í Kvikunni

  • Fréttir
  • 25. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

  • Fréttir
  • 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

  • Fréttir
  • 22. september 2023

Íţróttavika Evrópu 2023 í Grindavík

  • Fréttir
  • 21. september 2023

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG

  • Fréttir
  • 21. september 2023

Hvernig birtist ADHD á unglingsárunum?

  • Fréttir
  • 20. september 2023