Varađ viđ dvöl nálćgt gosstöđvunum – fólk virđi fyrir sér gosstöđvarnir frá hćđum í kringum Geldingadali

  • Almannavarnir
  • 20. mars 2021

Vísindaráð almannavarna fundaði á fjarfundi í dag til að ræða eldgosið í Geldingadölum. Fundinn sátu sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, ÍSOR, KAUST háskóla, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Landmælingum Íslands og Orkuveitu Reykjavíkur auk fulltrúa frá Embætti landlæknis, Isavia-ANS og HS-Orku. Á fundinum var farið yfir úrvinnslu á nýjustu mælingum og gögnum sem vísindamenn á Veðurstofunni, Háskóla Íslands og ÍSOR hafa unnið að. 

Eldgos hófst í gærkvöldi á hrygg sem liggur í Geldingadölum.  Umfang gossins er lítið og hefur virkni verið nokkuð stöðug í dag. Lítið er um kvikustróka upp úr sprungunni og rennur hraun úr gígum niður í dalina. Bráðabyrgðarniðurstöður benda til þess að gossprungan hafi verið um 200 m löng í upphafi, hraunið um 10-15 m þykkt þar sem það er þykkast og heildar rúmmál þess orðið um 0.4 M m3. Eins og staðan er núna er gosið afmarkað við mjög lítið svæði ofan í dalverpi og er afar ólíklegt að hraunflæði komi til með að valda tjóni. Engin gosaska mælist frá eldstöðvunum og ekki er búist við mikill gosmengun í þéttbýli af völdum gossins.

Vísindaráð varar við eftirfarandi hættum í nálægð við gosstöðvar:

Það er mikilvægt að hafa í huga að næsta nágrenni gosstöðva er hættulegt svæði og geta aðstæður breyst hratt. Vísindaráð varar fólk við að dvelja nálægt gosstöðvunum við núverandi aðstæður. Helstu hættur í næsta nágrenni þeirra eru: 

  • Nýjar sprungur geta opnast í næsta nágrenni eldstöðvanna með engum fyrirvara. 
  • Glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðrinum og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram úr hraunjaðrinum með miklum hraða sem erfitt að forðast á hlaupum.  
  • Gígarnir eru nú orðnir margra metra háir og geta verið óstöðugir, þeir geta brotnað og mikill og skyndilegur hraunstraumur úr þeim tekið nýja stefnu. 
  • Sprengingar geta orðið þar sem hraun rennur yfir vatnsmettaðan jarðveg og þeytt hrauni til allra átta. 
  • Hraunið rennur í lokaða dæld og geta lífshættulegar gastegundir safnast saman í dældum sem getur verið banvænt. Hættan eykst þegar vindur minnkar. 

Neðangreindar sviðsmyndir eru í gildi:

  • Það dregur smám saman úr eldgosinu í Geldingadal og því líkur á næstu dögum eða vikum 
  • Nýjar gossprungur opnast á núverandi gosstað eða á kvikuganginum í næsta nágrenni Fagradalsfjalls 
  • Minni líkur eru á stærri skjálftum í nágrenni Fagradalsfjalls vegna kvikuflæðis 
  • Skjálfti verður að stærð 6.5 sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 22. september 2023

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins 26. september

Fréttir / 22. september 2023

Bćjarmálafundur Miđflokksins í Grindavík

Fréttir / 21. september 2023

Laugardagsfundir xD aftur á dagskrá

Fréttir / 7. september 2023

Bingó framundan í Víđihlíđ

Fréttir / 15. september 2023

Viltu vera međ í slökkviliđinu?

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 14. september 2023

Hvernig á ađ halda upp á 50 ára afmćli?

Fréttir / 12. september 2023

Íslenskur dagur í Uniejów

Fréttir / 8. september 2023

Lúđrasveitarnám

Fréttir / 7. september 2023

Styrktarhlaup/ganga á Ţorbjörn 9. september

Nýjustu fréttir

Heilaheilsa í Kvikunni

  • Fréttir
  • 25. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

  • Fréttir
  • 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

  • Fréttir
  • 22. september 2023

Íţróttavika Evrópu 2023 í Grindavík

  • Fréttir
  • 21. september 2023

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG

  • Fréttir
  • 21. september 2023

Hvernig birtist ADHD á unglingsárunum?

  • Fréttir
  • 20. september 2023