Líđan okkar - Góđ ráđ viđ kvíđa og áhyggjum

  • Almannavarnir
  • 12. mars 2021

Eðlilegt er að finna fyrir kvíða og áhyggjum þegar atburðir sem við höfum litla stjórn á eiga sér stað. Þetta hafa margir reynt í því ástandi sem skapast hefur vegna COVID-19 og eins finna margir fyrir óróleika í þeim jarðhræringum sem gengið hafa yfir Reykjanesið, höfuðborgarsvæðið og fleiri svæði síðustu vikur. Á tímum sem þessum er einkar mikilvægt að hlúa að andlegri heilsu og styðja við þá sem standa manni nærri. Landlæknisembættið hefur tekið saman eftirfarandi: 

Það fyrsta sem er gott að hafa í huga er að áhyggjur og kvíði eru eðlileg viðbrögð í aðstæðum sem þessum. Í gegnum tíðina hefur heilbrigður ótti og kvíði kennt okkur að forðast hættur og þannig bjargað lífi okkar. Það er því fullkomlega eðlilegt að finna fyrir þessum tilfinningum núna en jafnframt mikilvægt að láta þær ekki taka yfir.

Við þurfum að vinna á uppbyggilegan hátt úr þessum áhyggjum, hlusta vel á fyrirmæli og einbeita okkur að þeim þáttum sem við höfum stjórn á fremur en þeim sem við getum ekki stýrt.
Ef þú finnur fyrir stöðugum einkennum s.s. skorti á einbeitingu, doða, ótta, svefnvanda, kvíða, líkamlegri og/eða andlegri örmögnum og/eða grátköstum er mikilvægt að leita sér hjálpar.
Mörgum nægir að tala við sína nánustu, aðrir þurfa meiri stuðning og þá er gott að leita til heilsugæslunnar.Hægt er að panta tíma á sinni heilsugæslustöð eða hafa beint samband við hjúkrunarfræðing í gegnum netspjall á www.heilsuvera.is Opnast í nýjum glugga.
Einnig er hægt að hafa samband við Hjálparsíma Rauða krossins 1717 sem er opinn allan sólarhringinn.

Kynnum okkur rétt viðbrögð
Mikilvægt að huga að öryggi á heimili eins og ráðlagt er á vefsíðu Almannavarna og kynna sér rétt viðbrögð í jarðskjálfta og eldgosi. Það að afla sér upplýsinga er eitthvað sem við getum haft stjórn á. Við getum aftur á móti ekki stýrt því hvort eða hvenær náttúruöflin taka yfir og því ekki hjálplegt að festa hugann við það.


Dagleg rútína er mikilvæg
Það er hjálplegt að huga vel að daglegri rútínu, borða hollan mat, fá nægan svefn, hreyfa sig daglega og vera í nærandi samskiptum við aðra. Finna sér eitthvað skemmtilegt að gera eða hlakka til á hverjum degi, hvort sem það er morgundrykkurinn, síðdegisgöngutúrinn, gæðastundir með fjölskyldunni, samtal við góðan vin eða vinkonu, sundferð eða lestur góðra bóka. Gagnleg verk, eins og að sinna húsverkum og viðhaldi, eitthvað sem skilur eftir sig sýnilegan árangur, hafa líka jákvæð áhrif á líðan. Þessi atriði eru mikilvæg alla daga en alveg sérstaklega á tímum sem þessum.

Munum að ótti og áhyggjur umfram eðlilegar forvarnaraðgerðir bæta ekki öryggi okkar. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að jákvæðar tilfinningar geta eflt andlegan styrk og þrautseigju og því rík ástæða til að týna ekki gleðinni á óvissutímum heldur finna leiðir til að huga að því sem gefur lífinu gildi.


Verum upplýst og tölum saman

Á vefsíðunni www.heilsuvera.is  er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um hvernig hægt er að hlúa að eigin geðheilsu, t.d. þegar við upplifum mikla streitu 

Upplýsingar um aðferðir til að draga úr streitu Opnast í nýjum glugga. 
Mikilvægi samveru með börnu, sem er ekki hvað síst mikilvæg á óvissutímum til að halda ró og rútínu.
Upplifun barna er oft öðruvísi en fullorðinna. Þau geta orðið meira kvíðin, óörugg og sýnt ýmiskonar hegðunarvanda. Mikilvægt er að fullorðnir séu meðvitaðir um hvernig þeir tala í návist barna, fræði þau um það sem er að gerast og segi þeim frá að landið búi yfir ýmsum kröftum sem við þurfum að læra að lifa með. Leggja þarf áherslu á að börn fái að spyrja og þeim sé svarað á einföldu máli eftir því á hvaða aldri þau eru. Börn eru næm á líðan og viðbrögð fullorðinna og því mikilvægt að halda ró sinni eftir megni, útskýra ástandið, leyfa þeim að tala um ótta sinn og hughreysta þau. Ef um lagvarandi ástand er að ræða og barnið upplifir stöðuga ógn og kvíða sem hefur veruleg áhrif á lífsgæði þeirra er mikilvægt að leita aðstoðar.

Á vefsíðu Reykjanesbæjar má finna gagnlegar upplýsingar og góð ráð til foreldra varðandi kvíða og óöryggi hjá börnum og unglingum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. október 2024

Lokasorphirđa á morgun 4 .október

Fréttir / 27. september 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 26. september 2024

Para- og fjölskylduráđgjöf

Fréttir / 23. september 2024

Réttađ í blíđviđri í Grindavík

Fréttir / 12. september 2024

Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

Fréttir / 10. september 2024

Morgunkaffi međ Ásrúnu og Hjálmari

Fréttir / 4. september 2024

Kvikan opnar ađ nýju

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 26. ágúst 2024

Kalka opnar ađ nýju í Grindavík