Ađ takast á viđ óvissutíma

  • Almannavarnir
  • 10. mars 2021

Grindavíkurbær fær hér að birta með góðfúslegu leyfi Reykjanesbæjar hagnýtt efni fyrir foreldra undir yfirskriftinni Að takast á við óvissutíma. Það voru sálfræðingar á fræðslusviði Reykjanesæbljar sem unnu efnið og vonum við að flestir foreldrar geti nýtt sér efnið en þar er að finna ýmis hjálpleg ráð.  

Tímabil sem einkennist af óvissu getur haft umtalsverð áhrif á daglegt líf okkar. Sum börn og ungmenni eiga tiltölulega auðvelt með að takast á við óvissu og þá umræðu og breytingar sem henni geta fylgt, á meðan þetta reynist öðrum börnum og fjölskyldum erfiðara. Það er eðlilegt að finna fyrir ótta eða kvíða í tengslum við jarðhræringar. Það má segja að það séu eðlilegar tilfinningar við óeðlilegu ástandi. Börn og ungmenni leita í öryggi hjá foreldrum sínum eða öðrum fullorðnum sem þau treysta þegar þau takast á við óvissu. Mikilvægt er að ræða við börnin um það sem er að gerast hverju sinni. Ef börn eru áhyggjufull er mikilvægt að foreldrar gefi sér tíma til að hlusta á hvaða áhyggjur börnin hafa, viðurkenni líðan þeirra, upplýsi þau og leiti hjálplegra leiða í sameiningu.

Við vonum sannarlega að þetta geti orðið einhverjum aðstoð í því ástandi sem við erum í og þökkum Reykjanesbæ fyrir að fá að deila þessu með ykkur. 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 11. september 2024

Heitavatnslaust suđaustast í Grindavík

Fréttir / 8. september 2024

8. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 16. ágúst 2024

6. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. ágúst 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 14. ágúst 2024

Stuđningur viđ fyrirtćki enn í bođi

Fréttir / 13. ágúst 2024

Atvinnulífiđ af stađ eftir sumarfrí

Fréttir / 12. ágúst 2024

Vel sótt námskeiđ hjá Dale Carnegie