Unanfarna daga hefur Reykjanesskaginn skolfið töluvert. Það er eðlilegt að líða ekki vel með slíkan hristing enda upplifum við okkur nokkuð varnarlaus þegar náttúruöflin eru annars vegar. Við ræddum við Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, yfirsálfræðing á skólaskrifstofu Grindavíkur um þennan ótta við jarðskjálfta og ótta yfir höfuð. Hvað hægt sé að gera til að ná tökum á óttanum t.d. með því að virkja rökhugsunina. Við mælum með að fólk hlusti en texti á myndbandið er væntanlegur á pólsku líka.