Alţjóđlegi hrósdagurinn í dag

  • Fréttir
  • 1. mars 2021

Alþjóðlegi hrós­dag­ur­inn er hald­inn hátíðleg­ur í dag um all­an heim. Hrós­dag­ur­inn var fyrst hald­inn í Hollandi fyr­ir 13 árum, en breidd­ist fljótt út og er dag­ur­inn nú hald­inn hátíðleg­ur víða um heim.

Á vefsíðu alþjóðlega hrós­dags­ins seg­ir að aðstand­end­ur hans vilji að dag­ur­inn verði „já­kvæðasti dag­ur heims­ins.“ Þar er jafn­framt bent á að eng­in markaðsöfl teng­ist deg­in­um eins og verða vilji með suma aðra daga eins og valentín­us­ar­dag­inn, mæðra- og feðradag­inn. All­ir geti því tekið þátt og verið sé að höfða til einn­ar af grunnþörf­um manns­ins; þarfar­inn­ar fyr­ir viður­kenn­ingu.

„Við gleym­um oft að hrósa eða ger­um lítið úr þeim hrós­um sem við fáum og því þarf að breyta,“ seg­ir Ingrid Ku­hlm­an, stofn­andi Þekk­ing­armiðlun­ar, sem sér­hæf­ir sig í að miðla þekk­ingu og styrkja þannig ein­stak­linga og vinnustaði. Ingrid hvet­ur alla til að nýta tæki­færið og hrósa mak­an­um, börn­um sín­um, for­eldr­um, sam­starfs­fé­lög­um, systkin­um, frænk­um og frænd­um og öll­um sem viðkom­andi þekk­ir.

Hrós­dag­ur­inn snýst um að íhuga með­vitað það jákvæða í fari fólks og segja því með fal­legum orðum að þú kunnir að meta fram­lag þess. Ein­lægt og per­sónu­legt hrós kostar ekki krónu en getur gert krafta­verk. Það er ekk­ert sem hvetur meira, gefur meiri orku og eykur vellíðan fólks en ein­lægt hrós. Hrós ýtir undir jákvæð mann­leg sam­skipti og felur í sér umhyggju og kær­leika. Það er ein­föld leið til að sýna vel­vild og þakk­læti í ys og þys hvers­dags­ins. Við getum öll horft oftar á jákvæðu hlið­arnar og hrósað hvert öðru fyrir það sem vel er gert. Hlut­irnir þurfa nefni­lega ekki að vera full­komnir til að vera góð­ir.

„Mik­il­væg­ast er að gang­ast við hrós­inu og sýna þakk­læti. Orðin „Takk fyr­ir“ eða „Virki­lega gam­an að heyra“ skipta miklu máli og gefa þeim sem hrós­ar til­finn­ing­una að þú haf­ir tekið við hrós­inu og kunn­ir að meta það.“

„Ekki skipta um umræðuefnið þegar þú færð hrós; það gæti virkað sem ókurt­eisi.“

„Ekki van­meta sjálfa(n) þig með því að koma með nei­kvæða at­huga­semd þegar þú færð hrós fyr­ir góða frammistöðu.“


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2021

Ađgangur ađ gossvćđinu aukinn

Fréttir / 8. apríl 2021

Vinnuskóli og sumarstörf 2021

Fréttir / 7. apríl 2021

Kvikugangurinn sýndur myndrćnt á korti

Fréttir / 6. apríl 2021

Gossvćđiđ er lokađ

Fréttir / 1. apríl 2021

Góa gefur Grindvíkingum hraunpáskaegg

Fréttir / 30. mars 2021

Bćjarkort međ bílastćđum

Fréttir / 30. mars 2021

Stöđugur straumur bíla og allt stopp

Fréttir / 30. mars 2021

Grindavíkurbćr á Instagram