Yrđu ekki miklar hamfarir ţótt skjálfti yrđi 6,5

  • Fréttir
  • 28. febrúar 2021

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur sagði í fréttum RÚV í gær að ekki þyrfti að óttast miklar hamfarir þótt skjálfti upp á 6,5 kæmi á Reykjanesinu. Skjálfti upp á 6,5 hefur 30-falt meiri orku en skjálfti upp á 5,5, sagði Páll. Skjálfti upp á rúma 6 myndi ekki valda stórtjóni. Hann sagði reynsluna frá 1968 hafa sýnt hve vel íslensk hús stæðust jarðskjálfta. Þau hefðu í raun staðist skjálftann betur en búist var við. „Við þurfum held ég ekki að hafa áhyggjur af því að það verði eitthvert húshrun í þessum skjálftum sem þýðir að í raun og er húsið heima hjá manni öruggasti staðurinn til að vera á ef jarðskjálfti ríður yfir.“

Jarðhræringarnar sem hafa verið á Reykjanesskaga síðustu daga eru framhald af atburðarásinni sem var í gangi á síðasta ári, sagði Páll að loknum fundi vísindaráðs almannavarna í gær. Hann sagði að jafnvel þótt jarðskjálfti allt að 6,5 að stærð myndi ríða yfir væru það ekki miklar náttúruhamfarir, íslensk hús séu vel undir slíkt búin.

Litlar líkur eru á eldgosi og núverandi skjálftasvæði væri einhver alheppilegasti staður fyrir gos nálægt byggð.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2021

Lokiđ gluggum í nótt vegna gasmengunar

Fréttir / 30. mars 2021

Bćjarkort međ bílastćđum

Fréttir / 30. mars 2021

Grindavíkurbćr á Instagram