Áhugi og árangur Grindvíkinga í pílukasti vekur athygli

  • Fréttir
  • 23. febrúar 2021

Á sunnudag var íþróttadeild RÚV með umfjöllun um Grindvíkinginn Pál Árna Pétursson sem fór með sigur af hólmi í pílukasti á Reykjavíkurleikunum í lok janúar. Þetta var annað árið í röð sem Páll Árni vann keppnina en lokaviðureignin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV 2. 

Grindavík er orðið þekkt bæjarfélag fyrir mikinn áhuga á pílukasti og á það ekki aðeins við um karla, heldur hafa konur í Grindavík sýnt íþróttinni mikinn áhuga og barna- og unglingastarfið er orðið öflugt þar sem Grindavík á fremstu spilara landsins í pílukasti. 

Íslandsmót unglinga var haldið hér nýlega þar sem sigurvegarar í bæði drengja- og stúlknaflokki voru Grindvíkingar. 

Þá hefur Grindvíkingurinn Matthías Örn Friðriksson Íslandsmeistari í pílukasti verið að gera frábæra hluti í pílukasti og var t.a.m. kjörinn íþróttamaður Grindavíkur árið 2020. 

Pílufélag Grindavíkur er með Facebook síðu þar sem allar æfingar og mót eru auglýst. Þar má finna æfingar fyrir bæði unga sem aldna og eru allir þeir sem áhuga hafa á að ganga í félagið hvattir til að gera það. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2021

Ađgangur ađ gossvćđinu aukinn

Fréttir / 8. apríl 2021

Vinnuskóli og sumarstörf 2021

Fréttir / 7. apríl 2021

Kvikugangurinn sýndur myndrćnt á korti

Fréttir / 6. apríl 2021

Gossvćđiđ er lokađ

Fréttir / 1. apríl 2021

Góa gefur Grindvíkingum hraunpáskaegg

Fréttir / 30. mars 2021

Bćjarkort međ bílastćđum

Fréttir / 30. mars 2021

Stöđugur straumur bíla og allt stopp

Fréttir / 30. mars 2021

Grindavíkurbćr á Instagram