Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag

  • Fréttir
  • 23. febrúar 2021

515. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur verður haldinn í bæjarstjórnarsal, í dag 23. febrúar 2021 og hefst kl. 16:00. Fundinum verður einnig streymt af YouTube rás bæjarins. 

Dagskrá:
Almenn mál

1.2102061 - Beiðni um umsögn - Lýsing á Svæðisskipulagi Suðurnesja
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja óskar eftir umsögn við verk- og matslýsingu vegna endurskoðunar á svæðisskipulagi Suðurnesja 2008 - 2024. Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við verk- og matslýsinguna á fundi sínum þann 15. febrúar sl. Afgreiðslu skipulagsnefndar vísað til bæjarstjórnar.

2.2102059 - Umsókn um framkvæmdarleyfi - Sjóvarnir í Grindavík
Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við sjóvarnir í Grindavík. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Grindavíkur. Skiplagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar sl. veitingu framkvæmdarleyfisins og vísaði málinu til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn.

3.2102141 - Stækkun eldisstöðvar að Stað í Grindavík-umsagnarbeiðni
Lögð er fram tillaga að matáætlun vegna stækkunar eldisstöðvar að Stað í Grindavík. Umsagnafrestur er til 1. mars n.k. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna á fundi sínum þann 15. febrúar sl. með þeim fyrirvara að gerð verði grein fyrir valkostum á frárennsli í frummatsskýrslunni. Afgreiðslu skipulagsnefndar var vísað til bæjarstjórnar.

4.2102118 - Hafnargata 4 - Umsókn um byggingarleyfi
Umsókn um byggingarleyfi vegna Hafnargötu 4. Sótt er um að breyta báðum eignarhlutum 01-0101 og 02-010 í geymslur. Einnig er sótt um að skipta eignum með brunavegg fyrir nýtt fastanúmer.

5.2101075 - Gatnalýsing: Uppfærð stefna Grindavíkurbæjar
Lögð er fram til samþykktar tillaga að breytingu á stefnu Grindavíkurbæjar varðandi gatnalýsingu. Bæjarráð samþykkir framlagða stefnu og vísar henni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

6.2101085 - Geymslusvæði gáma. Nýtt svæði, gjaldskrá og reglur.
Lögð fram tillaga að breyttri gjaldskrá og reglum á nýju geymslusvæði Grindavíkurbæjar ofan við iðnaðarhverfi við Eyjabakka.
Bæjarráð samþykkir að stofngjald lóðar verði 40.000 kr. og miðast við 50 fermetra. Gjaldtaka umfram það verði 1.000 kr. á hvern fermetra. Bæjarráð vísaði gjaldskránni til staðfestingar í bæjarstjórn á fundi sínum þann 16. febrúar sl.

7.1903070 - Endurskoðun menningarstefnu Grindavíkurbæjar
Drög að menningarstefnu Grindavíkurbæjar lögð fram til afgreiðslu. Bæjarráð samþykkti stefnuna fyrir sitt leyti 16. febrúar sl.

8.2102026 - Sérstakt skólaúrræði
Lögð fram viðaukabeiðni við fjárhagsáætlun 2021 að fjárhæð 18.400.000 kr. á rekstrareininguna 04221 Sérskólar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja beiðnina og að hún verði fjármögnuð með lækkun á handbæru fé.

9.2101060 - Vefsíða Grindavíkurbæjar
Tilboð frá Sjá ehf. í undirbúnings- og greiningarvinnu fyrir nýjan vef bæjarins lagt fram. Bæjarráð samþykkir að semja við Sjá ehf. vegna undirbúnings og greiningarvinnu við nýja heimasíðu. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2021 að fjárhæð 1.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

10.2102047 - Golfklúbbur Grindavíkur - viðaukabeiðni vegna búnaðar
Í fjárfestingaáætlun 2021 eru 6.500.000 kr. sem gert var ráð fyrir til kaupa á brautarsláttuvél fyrir Golfklúbbinn. Vélin kostar 8.640.816 kr. og því er óskað eftir viðauka að fjárhæð 2.141.000 kr. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verið fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

11.2101076 - Tækjakaup Þjónustumiðstöð 2021
Lögð fram beiðni um viðauka að fjárhæð 2.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með sölu á BobCat skotbómulyftara að fjárhæð 2.000.000 kr.

12.2102138 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga og framboð til stjórnar
Aðalfundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, 26. mars 2021. Allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn. Kjörnefnd kallar eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar.

13.2102149 - Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða
Atvinnuveganefnd Alþingis hefur til meðferðar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál.

Fundargerðir til kynningar

14.2102009 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2021
Fundargerð 894. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 29. janúar 2021 er lögð fram.

15.2102001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1570

16.2102010F - Bæjarráð Grindavíkur - 1571

17.2102017F - Bæjarráð Grindavíkur - 1572

18.2102015F - Skipulagsnefnd - 83

19.2102006F - Fræðslunefnd - 106

20.2102016F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 51

21.2102012F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 476

 

19.02.2021
Fannar Jónasson bæjarstjóri


Deildu ţessari frétt