Enn er góđur gangur í veiđunum hjá Grindavíkurskipum

  • Höfnin
  • 23. febrúar 2021

Mjög vel hefur fiskast hjá Grindavíkurskipum bæði í janúar og svo er nú ljóst að febrúar fór vel af stað. Í dag landaði Sturla um 45 tonnum, Hrafn landaði 36 tonnum en hann landaði um 100 tonnum á s.l. föstudag. Jóhanna Gísla landaði rúmlega 100 tonnum og Fjölnir landaði í gær einnig rúmlega 100 tonnum. Verið er að landa úr frystitogaranum Tómasi Þorvaldssyni en hann er með um 16.400 kassa af afurðum. Frá 1. feb til 18. feb er landaður afli alls 3254 tonnum í 109 löndunum samtals, þar af hafa smærri skipin landað 518 tonnum í 68 róðrum. Þetta gerir að 36% meira afla hefur verið landað þetta tímabil miðað við sama tímabil árið 2020. Að auki er flutningaskipið Hagland Chief að losa um 1700 tonnum af salti við Norðurgarð svo menn geta glatt sig við mjög góða nýtingu á hafnarköntum  fyrstu vikur ársins 2021 að minnsta kosti.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Höfnin / 23. febrúar 2021

Sandfell SU 75

Fréttir / 19. febrúar 2021

Skítur og lausaganga: Virđum reglurnar

Fréttir / 18. febrúar 2021

Nýtt geymslusvćđi viđ Eyjabakka

Grunnskólafréttir / 12. febrúar 2021

10.A vann spurningakeppnina

Fréttir / 11. febrúar 2021

Sjálfstyrkingarnámskeiđ fyrir stelpur

Höfnin / 8. febrúar 2021

Fljúgandi start í febrúar

Bókasafnsfréttir / 8. febrúar 2021

Vasaljósalestur