Skítur og lausaganga: Virđum reglurnar

  • Fréttir
  • 19. febrúar 2021

Nokkuð hefur borið á því að hundaeigendur í Grindavík séu ekki að fara eftir samþykktum um hundahald á Suðurnesjum. Því miður eru einhverjir hundaeigendur með hunda lausa innanbæjar og á útivistarsvæðum bæjarins, t.d. niðri í Bót og við Þorbjörn. Þegar hundar eru lausir og án eftirlits er erfitt að þrífa upp eftir þá og því hefur einnig borið töluvert á því að hundaskítur sé mjög víða innan bæjar. Það þarf líklega ekki að útskýra hversu hvimleitt það er að fá skít undir skó, á dekk barnavagns eða í föt barna. 

Í vinnslu er hjá bæjaryfirvöldum að setja upp hundagerð í Grindavík þar sem hægt er að fara með hunda og taka úr taumi. Þar til það kemst í notkun eru hundaeigendur beðnir um að virða þær reglur um hundahald sem í gildi eru. 

Þeim tilmælum er hér með, aftur,  beint til hundaeigenda að hafa hunda sína í taumi og hreinsa einnig upp eftir þá á almannafæri. Þvi verður augljóslega ekki komið við ef hundurinn gengur laus án eiganda síns. 

 


Deildu ţessari frétt