Fundur 83

  • Skipulagsnefnd
  • 18. febrúar 2021

83. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, 15. febrúar 2021 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður,
Anton Kristinn Guðmundsson, aðalmaður, Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður,
Unnar Á Magnússon, varamaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka á dagskrá mál með afbrigðum sem síðasta mál. 

-Stækkun eldisstöðvar að Stað í Grindavík-umsagnarbeiðni - 2102141

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.     Breyting á deiliskipulagi við Víðihlíð - 2102113
    Auglýsingartími deiliskipulagsbreytingar rennur út 18.febrúar. Þegar hafa umsagnir borist frá 4 aðilum af 6 ásamt einni athugasemd. Farið verður yfir tillögu að viðbrögðum frá sviðsstjóra ásamt hugsanlegum breytingum á tillögunni. 

Skipulagsnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á deiliskipulaginu. 
- Að bygging sem mun m.a. hýsa félagsaðstöðu eldri borgara verði tvær hæðir. 
- Gera ásýndarmyndir frá Hópsbraut og Hlíðarhverfi með byggingarreitunum fjórum við Víðihlið einni hæð hærri en deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir. 
- Skoða betur hugmyndir að gera samtengt bílastæðahús undir græna svæðinu og nyrðri fjölbýlishúsanna tveggja. 

Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. 
        
2.     Beiðni um umsögn - Lýsing á Svæðisskipulagi Suðurnesja - 2102061
    Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja óskar eftir umsögn við verk- og matslýsingu vegna endurskoðunar á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008 - 2024. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við verk- og matslýsinguna. Afgreiðslu skipulagsnefndar vísað til bæjarstjórnar. 
        
3.     Gatnahönnun Hlíðarhverfis - 2102120
    Drög að gatnahönnun í Hlíðarhverfi lögð fram til kynningar. 
        
4.     Eldvörp Aðgengi - 2102119
    Grindavíkurbær, í samstarfi við Geopark, fékk úthlutaðan styrk fyrir bættu aðgengi að Eldvörpum í landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Um þriggja ára áætlun er að ræða og gildir hún á árunum 2020-2022. Styrkurinn er að upphæð 14,6 milljónum króna þar sem gert er ráð fyrir koma fyrir bílastæði, tröppum og göngustíg að einum gígnum. 

Upplýsingar um framkvæmdina lagðar fram. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram í samráði við Geopark, HS orku og Ríkiseignir.
        
5.     Umsókn um framkvæmdarleyfi - Sjóvarnir í Grindavík - 2102059
    Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við sjóvarnir í Grindavík. 

Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Grindavíkur. 

Skiplagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdarleyfisins og vísar því til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn. 
        
6.     Hafnargata 4 - Umsókn um byggingarleyfi - 2102118
    Sótt er um að breyta báðum eignahlutum 01-0101 og 02-010 í geymslur. Einnig er sótt um að skipta eignum með brunavegg fyrir nýtt fastanúmer. 

Umsókn er ekki undirrituð af þinglýstum eiganda fasteignarinnar. Málinu er frestað. 
        
7.     Bakkalág 2 - umsókn um byggingarleyfi - 2102121
    Sótt er um byggingarleyfi vegna dæluhúss við Bakkalág 2 að stærð 35,5 m2. 

Framkvæmdin er í samræmi við deiliskipulag. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfisumsóknina. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi þegar öll gögn hafa borist embættinu. 
        
8.     Auglýsingaskilti í Grindavíkurbæ Reglugerð - 2101058
    Umhverfis- og ferðamálanefnd lagði til að drög um samþykktir auglýsingaskilta í Grindavíkurbæ færu til umsagnar í skipulagsnefnd. 

Skipulagsnefnd gerir eftirfarandi athugasemdir: 

-Ekki er getið um skilti við bílastæði á Gíghæð í kafla 3. 
-Lagt er til að gr. 4.7 verði orðuð: Auglýsingaskilti á íþróttaleikvöllum. 
        
9.     Stækkun eldisstöðvar að Stað í Grindavík-umsagnarbeiðni - 2102141
    Lögð er fram tillaga að matáætlun vegna stækkunar eldisstöðvar að Stað í Grindavík. Umsagnafrestur er til 1. mars n.k. 

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna, með þeim fyrirvara að gerð verði grein fyrir valkostum á frárennsli í frummatsskýrslunni. 

Afgreiðslu skipulagsnefndar vísað til bæjarstjórnar. 
        


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50.


        


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Öldungaráđ / 18. júní 2021

Fundur 10

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. júní 2021

Fundur 51

Bćjarráđ / 15. júní 2021

Fundur 1584

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 8. júní 2021

Fundur 1583

Skipulagsnefnd / 31. maí 2021

Fundur 87

Frćđslunefnd / 3. júní 2021

Fundur 110

Bćjarstjórn / 25. maí 2021

Fundur 518

Hafnarstjórn / 21. maí 2021

Fundur 477

Bćjarráđ / 18. maí 2021

Fundur 1582

Skipulagsnefnd / 17. maí 2021

Fundur 86

Bćjarráđ / 11. maí 2021

Fundur 1581

Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2021

Fundur 104

Bćjarráđ / 4. maí 2021

Fundur 1580

Bćjarstjórn / 27. apríl 2021

Fundur 517

Bćjarráđ / 23. mars 2021

Fundur 1576

Bćjarráđ / 6. apríl 2021

Fundur 1577

Skipulagsnefnd / 19. apríl 2021

Fundur 85

Bćjarráđ / 20. apríl 2021

Fundur 1579

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. apríl 2021

Fundur 53

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. apríl 2021

Fundur 50

Bćjarráđ / 13. apríl 2021

Fundur 1578

Frćđslunefnd / 8. apríl 2021

Fundur 108

Bćjarstjórn / 30. mars 2021

Fundur 516

Skipulagsnefnd / 22. mars 2021

Fundur 84

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. mars 2021

Fundur 49

Bćjarráđ / 16. mars 2021

Fundur 1575

Bćjarráđ / 9. mars 2021

Fundur 1574

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. mars 2021

Fundur 52

Bćjarráđ / 2. mars 2021

Fundur 1573