Sumarstörf hjá Grindavíkurbć 2021 - Sótt um rafrćnt

  • Fréttir
  • 15. febrúar 2021

Grindavíkurbær leitar að hæfileikaríku fólki til starfa hjá sveitarfélaginu í sumar. Störfin snerta daglegt líf íbúa með ýmsum hætti. Umsóknarfrestur er til 1. mars. 

Athugið að rafrænt umsóknareyðublað um laus störf er að finna hér.

Flokkstjórar í Vinnuskóla Grindavíkurbæjar

Vinnuskóli Grindavíkurbæjar auglýsir eftir flokksstjórum til að starfa við skólann sumarið 2021. Starfstímabil er frá 17. maí til 20. ágúst. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri og hafi;

  • ríka þjónustulund,
  • góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði,
  • góða hæfni í mannlegum samskiptum,
  • mikla ábyrgðartilfinningu og síðast en ekki en síst ánægju að því að vinna með og leiðbeina unglingum.

Flokkstjórar stjórna daglegu starfi vinnuflokka skólans og stuðla að reglusemi, ástundun og góðri umgengni starfsmanna. Flokkstjórar vinna með unglingunum og sýna þeim hvernig staðið skuli að verki og leiðbeina um notkun á áhöldum og tækjum.

Vinnuskóli Grindavíkurbæjar er vímulaus vinnustaður.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Grindavíkur.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Eggert Sólberg Jónsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar í síma 420 1100, netfang: eggert@grindavik.is.

Umsóknareyðublöð má finna á www.grindavik.is/atvinna. Umsóknum skal skilað á netfangið eggert@grindavik.is fyrir 1. mars nk.

Sumarstörf í íbúðakjarnanum við Túngötu 15-17

Starfsmenn óskast í hlutastörf í sumar í íbúðakjarnann við Túngötu 15 - 17 í Grindavík. Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og er um vaktavinnu að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Einstaklingsmiðaður og persónulegur stuðningur við þjónustunotendur í þeirra daglega lífi
  • Samvinna við starfsfólk og þátttaka í faglegu starfi
  • Almenn heimilisstörf

Menntun, hæfni og reynsla:

  • Reynsla af störfum með fötluðu fólki æskileg
  • Góð samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Þolinmæði og hvetjandi í starfi
  • Æskilegt að viðkomandi sé með bílpróf

Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Hlín Sigurþórsdóttir í síma 426-9909 eða á netfanginu hlin.s@grindavik.is.

Umsóknum með upplýsingum um starfsferil skal skilað rafrænt á netfangið hlin.s@grindavik.is.

Umsóknarfrestur er til og með 1. mars næstkomandi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun júní.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!