Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna Suðurnesjalínu 2 ásamt gögnum

  • Skipulagssvið
  • 12. febrúar 2021

Í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123 frá 2010 veitti Grindavíkurbær, þann 12. febrúar 2021, Landsnet hf. framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem liggur innan sveitarfélagamarka Grindavíkur. Álit Skipulagsstofnunar um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar, skv. ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106 frá 2000, liggur fyrir í áliti Skipulagsstofnunar frá 22. apríl 2020.

Skilyrðum um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna Suðurnesjalínu 2 í Grindavíkurbæ, samkvæmt 11.gr reglugerðar um framkvæmdaleyfi, hefur verið fullnægt, þ.e. veiting framkvæmdaleyfis hefur verið samþykkt af leyfisveitanda og framkvæmdaleyfisgjald hefur verið greitt. 

Framkvæmdaleyfið og tengd gögn má nálgast hér að neðan eða hjá skipulagsfulltrúa á netfangið atligeir@grindavik.is eða í síma 4201100.

Í samræmi við 4. gr. laga nr. 130 frá 2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, er vakin athygli á því að þeir sem eiga lögvarinna hagsmuna að gæta sem og umhverfis- og útivistarsamtök með minnst 30. félaga, enda samrýmist tilgangi samtakanna að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að, geta kært útgáfu leyfisins innan mánaðar frá birtingu auglýsingar í lögbirtingablaðinu sem er fyrirhuguð 16. febrúar nk. til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Borgartúni 21, 105 Reykjavík, sjá nánar heimasíðu nefndarinnar uua.is.

Gögn:
Afgreiðsla leyfisveitanda ásamt árituðu leyfisbréfi og árituðum uppdráttum. 
Bréf frá Landnet vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2
Greinagerð með umsókn Landsnet um framkvæmdaleyfi í Grindavík - Suðurnesjalína 2
Bréf frá Landsnet vegna náttúruvár og legu valkosta
 

Minnisblað vegna jarðvár - Suðurnesjalína 2
Náttúruvá á framkvæmdasvæði Suðurnesjalínu 2 - Samanburður valkosta með tilliti til jarðhræringa
Kortahefti – Suðurnesjalína 2
 

Heimasíða Skipulagsstofnunar þar sem má finna: 

•    Matsskýrslu Landsnets um Suðurnesjalínu 2
•    Álit Skipulagsstofnunar
•    Viðbrögð við umsögnum og athugasemdum sem bárust við frummatsskýrslu
 

Heimasíða verkefnisins


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum