Fundur 9

  • Öldungaráđ
  • 12. febrúar 2021

9. Fundur í öldungaráði Grindavíkurbæjar, haldinn í bæjarstjórnarsal miðvikudaginn 10. febrúar 2021, kl 17.00.
Fundinn sátu: Sigurður Ágústsson, formaður, Sæmundur Halldórsson, Fanný Laustsen, Ingibjörg Þórðardóttir, Margrét Gísladóttir varamaður, Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Friðrik Björnsson, Helgi Einarsson, Stefanía Sigríður Jónsdóttir deilarstjóri öldrunarþjónustu og Ingibjörg Reynisdóttir 
Fundargerð ritaði: Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir

1.    Öldrunarþjónusta
Stefanía fór yfir stöðu mála í öldrunarþjónustu, meðal annars dagdvöl en þörfin fyrir slíkt úrræði hefur aukist mikið. Einnig ræddi Ingibjörg Þórðardóttir um mikla aukningu í heimahjúkrun en hún jókst mikið á milli áranna 2018/2019 eða um114%. Eldri borgurum fjögar hér eins og annarsstaðar en um áramótin 2021 voru íbúar Grindavíkur 65 ára og eldri 363 talsins og áætlað að þeir verði um 550 talsins eftir 10 ár og 743 talsins eftir 20 ár.

2.    Félagsaðstaða eldri borgara
Ræddar hugmyndir að byggingu félagsaðstöðu eldri borgara við Víðihlíð og farið yfir þau drög sem lögð voru fram á síðasta fundi öldungaráðs. 
Í þeim drögum virtist vanta aðeins upp á framtíðarsýn og þá fjölgun eldri borgara sem vænta má á næstu tugum ára.
Einnig komu fram ýmis sjónarmið er varðar uppbyggingu rýma innan þessarar aðstöðu og mikilvægt að hugað sé að eldhúsaðstöðu líkt og til að mynda er í félagsaðstöðu eldri borgara í Árborg. Vert að minna á að nú er Grindavíkurbær að leigja eldhúsaðstöðu af HSS til þess að framleiða þann mat sem boðið er uppá fyrir eldri borgarana okkar í hádeginu og hefur gefið góða raun.

Ályktun
„Öldungaráð Grindavíkur fagnar því að fyrirhugað sé að byggja félagsaðstöðu fyrir eldri borgara í Grindavík.
Ráðið telur nauðsynlegt að byggt verði um leið húsnæði fyrir dagdvöl aldraðra.  Ráðið telur að byggja eigi húsið upp á tvær hæðir, þar sem dagdvöl aldraðra væri staðsett á annarri hæð hússins.  Með því næðist fjárhagslegur ávinningur þar sem byggður yrði einn púði, einn húsgrunnur og eitt þak.  Ef þetta yrði ekki gert þyrfti að byggja annað sjálfstætt húnæði síðar fyrir dagdvölina með umtalsverðum kostnaðarauka og óhagræði fyrir bæði starfsmenn og vistmenn. 
Með því að byggja í einu og sama húsinu fyrir félagsaðstöðuna og dagdvölina næðust samleggðaráhrif þar sem dagdvölin gæti nýtt sér félagaðstöðuna samhliða dvöl sinni hjá dagdvölinni.
Því skorar Öldungaráð Grindavíkur á Bæjarstjórn Grindavíkur að horfa til framtíðar með fyrirhugaða byggingu og sjá til þess að húsið verði byggt upp á tvær hæðir og hýsi þar með bæði félagsaðstöðu aldraða og þjónustu dagdvalar í sama húsi. Og taka um leið tillit til væntanlegrar fjölgunar aldraðra á komandi árum í Grindavík“


Ekki fleira gert. Fundi slitið kl 18.00 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 20. júlí 2021

Bćjarráđ, fundur nr. 1588

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 7. júlí 2021

Fundur 54

Bćjarráđ / 6. júlí 2021

Fundur 1587

Almannavarnir / 24. júní 2021

Fundur 72

Bćjarráđ / 29. júní 2021

Fundur 1586

Bćjarráđ / 22. júní 2021

Fundur 1585

Skipulagsnefnd / 21. júní 2021

Fundur 88

Öldungaráđ / 18. júní 2021

Fundur 10

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. júní 2021

Fundur 51

Bćjarráđ / 15. júní 2021

Fundur 1584

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 8. júní 2021

Fundur 1583

Skipulagsnefnd / 31. maí 2021

Fundur 87

Frćđslunefnd / 3. júní 2021

Fundur 110

Bćjarstjórn / 25. maí 2021

Fundur 518

Hafnarstjórn / 21. maí 2021

Fundur 477

Bćjarráđ / 18. maí 2021

Fundur 1582

Skipulagsnefnd / 17. maí 2021

Fundur 86

Bćjarráđ / 11. maí 2021

Fundur 1581

Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2021

Fundur 104

Bćjarráđ / 4. maí 2021

Fundur 1580

Bćjarstjórn / 27. apríl 2021

Fundur 517

Bćjarráđ / 23. mars 2021

Fundur 1576

Bćjarráđ / 6. apríl 2021

Fundur 1577

Skipulagsnefnd / 19. apríl 2021

Fundur 85

Bćjarráđ / 20. apríl 2021

Fundur 1579

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. apríl 2021

Fundur 53

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. apríl 2021

Fundur 50

Bćjarráđ / 13. apríl 2021

Fundur 1578

Frćđslunefnd / 8. apríl 2021

Fundur 108