Fundur 514

  • Bćjarstjórn
  • 27. janúar 2021

514. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 26. janúar 2021 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður og
Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður.

Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Páll Valur Björnsson var í fjarsambandi í gegnum Teams.

Dagskrá:

1. Deiliskipulag iðnaðarsvæðis I7 - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulagsbreytingu - 2101047
Til máls tóku: Sigurður Óli og Páll Valur.

Samherji Fiskeldi óskar eftir heimild til að vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi á iðnaðarsvæði I7 í Grindavík á kostnað fyrirtækisins. Skipulagsnefnd samþykkti á 82. fundi sínum þann 18. janúar sl. að heimila Samherja Fiskeldi að vinna að deiliskipulagsbreytingu fyrir iðnaðarsvæði i7 í Grindavík á kostnað fyrirtækisins. Deiliskipulagsbreytingin skal vera í samræmi við drög að matslýsingu sem fylgir erindinu. Málsmeðferð verður í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2020.

Bæjarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

2. NJARÐVÍKURHÖFN - SUÐURSVÆÐI. Skipulags- og matslýsing, ósk um umsögn - 2012065
Til máls tók: Sigurður Óli.

Reykjanesbær óskar umsagnar við verkefnislýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi, gerð deiliskipulags og umhverfismats áætlana vegna Njarðvíkurhafnar - Suðursvæði. Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við lýsinguna á 82. fundi sínum þann 18. janúar sl.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

3. Víkurbraut 34 - umsókn um byggingarleyfi - 2101045
Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur.

Sótt er um byggingarleyfi fyrir Víkurbraut 34 vegna breyttrar notkunar/skráningar. Húsið er notað sem íbúðarhús sem endurspeglar ekki skráningu þess í fasteignaskrá. Víkurbraut 34 er í íbúðarbyggð (ÍB1) samkvæmt aðalskipulagi Grindvíkur 2018-2032. Í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þá telur skipulagsnefnd ekki þörf á grenndarkynningu þar sem umsóknin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna á 82. fundi sínum þann 18. janúar sl.

Bæjarstjórn samþykkir breytinguna samhljóða.

4. Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir námuvinnslu í Rauðamel - 2009101
Til máls tók: Sigurður Óli.

Íslenskir aðalverktakar hf. óska eftir að fá framkvæmdaleyfi fyrir námuvinnslu í Rauðamel. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032. Skipulagsnefnd samþykkti framkvæmdarleyfið á 82. fundi sínum þann 18. janúar sl. Í bókun nefndarinnar er vakin athygli umsækjanda á þeim skilyrðum sem sett eru fram í framkvæmdarleyfinu. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

5. Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir námuvinnslu í Stapafelli og Súlum - 2009100
Til máls tók: Sigurður Óli. Íslenskir aðalverktakar hf. óska eftir að fá framkvæmdarleyfi fyrir námuvinnslu í Stapafelli og Súlum. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032. Skipulagsnefnd samþykkti framkvæmdarleyfið á 82. fundi sínum þann 18. janúar sl. Í bókun nefndarinnar er vakin athygli umsækjanda á þeim skilyrðum sem sett eru fram í framkvæmdarleyfinu. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

6. Gerðavellir 17 Húsasótt - 2010048
Til máls tók: Sigurður Óli. Lögð fram beiðni um viðauka að upphæð 14.580.000 kr. vegna Gerðavalla 17 í samræmi við aðgerðaráætlun sem samþykkt var í bæjarráði þann 5. janúar sl. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða og að fjármögnun viðaukans verði með lækkun á handbæru fé.

7. Bæjarráð Grindavíkur - 1568 - 2101002F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Helga Dís, Birgitta, Hallfríður, Guðmundur, bæjarstjóri, Hjálmar og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8. Bæjarráð Grindavíkur - 1569 - 2101011F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Guðmundur, Birgitta, bæjarstjóri, Helga Dís, Hjálmar og Páll Valur. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9. Skipulagsnefnd - 82 - 2101009F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri, Birgitta, Hjálmar og Páll Valur. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10. Fræðslunefnd - 105 - 2101003F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Páll Valur, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri, Hallfríður, Birgitta og Hjálmar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11. Frístunda- og menningarnefnd - 101 - 2101005F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Birgitta, Helga Dís, bæjarstjóri, Páll Valur og Guðmundur. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12. Umhverfis- og ferðamálanefnd - 50 - 2101008F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri og Páll Valur. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Frćđslunefnd / 8. apríl 2021

Fundur 108

Bćjarstjórn / 30. mars 2021

Fundur 516

Skipulagsnefnd / 22. mars 2021

Fundur 84

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. mars 2021

Fundur 49

Bćjarráđ / 16. mars 2021

Fundur 1575

Bćjarráđ / 9. mars 2021

Fundur 1574

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. mars 2021

Fundur 52

Bćjarráđ / 2. mars 2021

Fundur 1573

Bćjarstjórn / 23. febrúar 2021

Fundur 515

Skipulagsnefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 83

Bćjarráđ / 16. febrúar 2021

Fundur 1572

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 51

Öldungaráđ / 10. febrúar 2021

Fundur 9

Bćjarráđ / 9. febrúar 2021

Fundur 1571

Frćđslunefnd / 4. febrúar 2021

Fundur 106

Bćjarráđ / 2. febrúar 2021

Fundur 1570

Bćjarstjórn / 26. janúar 2021

Fundur 514

Bćjarráđ / 8. desember 2020

Fundur 1566

Skipulagsnefnd / 18. janúar 2021

Fundur 82

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. janúar 2021

Fundur 50

Frístunda- og menningarnefnd / 13. janúar 2021

Fundur 101

Frćđslunefnd / 7. janúar 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 5. janúar 2021

Fundur 1568

Frístunda- og menningarnefnd / 7. desember 2020

Fundur 100

Bćjarstjórn / 22. desember 2020

Fundur 513

Almannavarnir / 17. desember 2020

Fundur 67

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

Fundur 81

Bćjarráđ / 15. desember 2020

Fundur 1567

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. desember 2020

Fundur 49

Frćđslunefnd / 3. desember 2020

Fundur 104