Fundur 1566

  • Bćjarráđ
  • 25. janúar 2021


1566. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 8. desember 2020 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka á dagskrá mál með afbrigðum sem síðasta mál. 2003020 Kórónuveira COVID-19
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:

1. Dagdvöl aldraðra - Aðstaða - 2010024
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umræðu í vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.

2. Dagdvöl aldraðra - Rými - 2012008
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Bæjarráð leggur til að viðbótar dagdvalarrými sem skv. fjármálaáætlun ríkisstjórnar verður úthlutað á næsta ári, verði sótt af fullri alvöru þar sem þörfin er orðin mjög brýn. Mikil fjölgun hefur orðið á öldruðum í dagdvöl í Víðihlíð en samþykkt rými eru einungis 5 og hafa verið það frá árinu 2004. Undanfarin 10 ár hefur Grindavíkurbær verið að þjónusta langt umfram þau rými. Nú er verið er að þjónusta 13 aðila, þar af eru nokkrir aðilar með miklar þjónustuþarfir.

Bæjarráð felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að fylgja málinu eftir gagnvart ráðuneytinu.

3.Tilnefning í samstarfshóp - Samfélagsrannsóknir - 2010019
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram minnisblað frá samstarfshópnum.

4.Gerðavellir 17 Húsasótt - 2010048
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað. Minnisblað frá Eflu ehf. varðandi skoðun, rakamælingar og sýnatöku við Gerðavelli 17 lagt fram. Verið er að vinna kostnaðaráætlun vegna úrbóta.

5. Breyting á deiliskipulagi norðan Hópsbrautar frá 2016 - 2012011
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað. Skipulagsnefnd og bæjarstjórn samþykktu deiliskipulagsbreytingu á árinu 2016 sem verktaki sem var með lóðir við Norðurhóp 1-11 óskað eftir. Kostnaður vegna innviðabreytinga hefur fallið á sveitarfélagið sem eðlilegt væri að verktaki myndi greiða. Bréf frá lögfræðingi verktaka lagt fram eftir að reikningur barst þeim frá Grindavíkurbæ.

6.Suðurhóp 2 (Áfangi 2 við Hópsskóla) - umsókn um byggingarleyfi - 2006020
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað. Framvinduskýrsla verkeftirlits nr. 2 lögð fram ásamt verkfundargerðum.

7.Kaup á hlut í skólahúsnæði Keilis - 1912059
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

8.Stafrænt teymi sveitarfélaga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga - 2011124
Teyminu er ætlað að styðja við stefnumótun og forgangsröðun um stafræna framþróun sveitarfélaga og að til verði samstarf sveitarfélaga á landsvísu um þau mál. Kostnaður vegna verkefnisins er áætlaður 45 m.kr. og þar af yrði hlutur Grindavíkurbæjar 675 þús.kr.

Bæjarráð samþykkir verkefnið samhljóða.

9.Kjarasamningar - Stytting vinnuviku - 2005108
Lagt fram fyrirkomulag á styttingu vinnuviku hjá þjónustumiðstöð og bæjarskrifstofum.

Bæjarráð samþykkir fyrirkomulagið.

10.Sveitarfélagið Skagafjörður - Áskorun á Reykjavíkurborg - 2012012
Bæjarráð tekur undir bókun sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 26. nóvember 2020.

11.Heilbrigðismál - trúnaðarmál - 2012014
Lagt fram.

12.Kórónuveiran COVID-19 - 2003020
Í ljósi þeirra sóttvarnarfyrirmæla sem taka gildi 10. desember lýsir bæjarráð Grindavíkur áhyggjum sínum af þeim ungmennum sem mega ekki æfa sínar íþróttir vegna þess að þeir flokkast ekki undir afreksíþróttamenn eða stunda keppni í efstu deild.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 20. júlí 2021

Bćjarráđ, fundur nr. 1588

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 7. júlí 2021

Fundur 54

Bćjarráđ / 6. júlí 2021

Fundur 1587

Almannavarnir / 24. júní 2021

Fundur 72

Bćjarráđ / 29. júní 2021

Fundur 1586

Bćjarráđ / 22. júní 2021

Fundur 1585

Skipulagsnefnd / 21. júní 2021

Fundur 88

Öldungaráđ / 18. júní 2021

Fundur 10

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. júní 2021

Fundur 51

Bćjarráđ / 15. júní 2021

Fundur 1584

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 8. júní 2021

Fundur 1583

Skipulagsnefnd / 31. maí 2021

Fundur 87

Frćđslunefnd / 3. júní 2021

Fundur 110

Bćjarstjórn / 25. maí 2021

Fundur 518

Hafnarstjórn / 21. maí 2021

Fundur 477

Bćjarráđ / 18. maí 2021

Fundur 1582

Skipulagsnefnd / 17. maí 2021

Fundur 86

Bćjarráđ / 11. maí 2021

Fundur 1581

Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2021

Fundur 104

Bćjarráđ / 4. maí 2021

Fundur 1580

Bćjarstjórn / 27. apríl 2021

Fundur 517

Bćjarráđ / 23. mars 2021

Fundur 1576

Bćjarráđ / 6. apríl 2021

Fundur 1577

Skipulagsnefnd / 19. apríl 2021

Fundur 85

Bćjarráđ / 20. apríl 2021

Fundur 1579

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. apríl 2021

Fundur 53

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. apríl 2021

Fundur 50

Bćjarráđ / 13. apríl 2021

Fundur 1578

Frćđslunefnd / 8. apríl 2021

Fundur 108