Gym heilsa opnar aftur í dag 18. janúar

  • Fréttir
  • 18. janúar 2021

Gym heilsa er loksins heimilt að opna að nýju, samkvæmt reglugerð heilbrigiðisráðherra, með miklum takmörkunum þó.
Nauðsynlegt er að skrá sig til að geta mætt á æfingu og er 19 manna hámark í hvern tíma. Hægt verður að skrá sig þegar mætt er á staðinn. Við skráningu velur þátttanandi hvort hann vilji nota þrektæki eða þjálfa styrk. Hægt verður að velja bæði. Hver æfing er í 50 mínútur, og því eru 10 mínútur á milli hópa, þetta er gert til þess að passa að hópar blandist.

Þjálfari verður á öllum æfingum, þjálfarinn tekur á móti hverjum hóp.Þjálfari úthlutar þátttakendum ákveðið svæði til æfinga og er þátttakendum óheimilt að fara út fyrir það svæði.
 

Óheimilt er að nota búningsklefa samkvæmt reglugerðinni og því þurfa iðkendur að mæta í æfingafötunum.

Opið er sem hér segir: 
Mánudaga 9:00-13:00 og 17:10-20:00
Þriðjudaga 17:10-21:00
Miðvikudaga 9:00-13:00 og 17:10-20:00
Fimmtudaga17:10-21:00
Föstudaga 9:00-13:00
Laugardaga 10:00-16:00

Auglýstir hópatímar verða samkvæmt stundaskrá í hóptímasal.

Hægt verður að framlengja líkamsræltarkortin um þann tíma sem stöðin var lokuð eða 100 daga. Framlengin fer fram í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar.

 

** Fréttin er væntanleg á pólsku líka**
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Höfnin / 23. febrúar 2021

Sandfell SU 75

Fréttir / 19. febrúar 2021

Skítur og lausaganga: Virđum reglurnar

Fréttir / 18. febrúar 2021

Nýtt geymslusvćđi viđ Eyjabakka

Grunnskólafréttir / 12. febrúar 2021

10.A vann spurningakeppnina

Fréttir / 11. febrúar 2021

Sjálfstyrkingarnámskeiđ fyrir stelpur

Höfnin / 8. febrúar 2021

Fljúgandi start í febrúar

Bókasafnsfréttir / 8. febrúar 2021

Vasaljósalestur