Rökkurró í Grindavík

  • Menningarfréttir
  • 14. janúar 2021

Í byrjun febrúar stefna Grindvíkingar að því að brjóta upp hversdaginn, njóta samveru með fjölskyldunni, upplifa umhverfi sitt með öðrum hætti og hvíla raftækin. Íbúar eru hvattir til að skipuleggja eða koma með tillögur að viðburðum í dagskrá sem nefnist Rökkurró í Grindavík. Þemað í ár er ljós og myrkur. Sendið okkur skilaboð gegnum Facebook síðu Grindavíkurbæjar eða á netfangið eggert@grindavik.is. Dagskrá verður dreift í hús í byrjun febrúar.


Deildu ţessari frétt