Markmiđiđ er ađ ná ađ endurhćfa fólk aftur út á vinnumarkađinn

  • Fréttir
  • 12. janúar 2021

Fjórir ráðgjafar VIRK starfsendurhæfingar starfa á Suðurnesjum en einn þessara ráðgjafa er Grindvíkingurinn Guðrún Inga Bragadóttir. VIRK eflir starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. Aðstæður einstaklinganna sem leita til VIRK eru misjafnar.  80% þeirra sem leita til VIRK hafa ekki starfsgetu vegna andlegra sjúkdóma eða stoðkerfisvandamála og þeim einstaklingum sem glíma við bæði stoðkerfis- og geðrænan vanda fer fjölgandi. Guðrún Inga var í viðtali í Járngerði sem kom út fyrir jól og má finna í heild sinni hér. 

Í kjarasamningum í febrúar 2008 sömdu Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins um nýtt fyrirkomulag starfsendurhæfingar á Íslandi. Í framhaldinu var sjálfseignarstofnunin VIRK starfsendurhæfingarsjóður stofnuð þann 19. maí og hóf starfsemi sína í ágúst 2008.

Aðstæður kölluðu á hraða uppbyggingu 
Ljóst var að þær þrengingar sem samfélagið gekk í gegnum á þeim tíma sem VIRK var stofnað myndu kalla á aukna þjónustu á sviði starfsendurhæfingar. Samið var við stéttarfélög eða samtök stéttarfélaga um allt land um þjónustu sérhæfðra ráðgjafa í starfsendurhæfingu.

Markmiðið alltaf að endurhæfa fólk aftur út á vinnumarkaðinn
„Margir halda að hægt sé að sækja beint um í VIRK en þetta er hvorki vinnumiðlun né beinn bótasjóður. Við sjáum heldur ekki um framfærslu. Læknar senda beiðni og rökstyðja hvers vegna einstaklingur þarf að vera í starfsendurhæfingu og hvað það er sem þarf. Þá er sérstakt inntökuteymi í Reykjavík sem fer yfir allar umsóknir og vegur og metur hvort einstaklingur eigi heima í þessari þjónustu eða ekki.  Síðan er haft samband við viðkomandi en stundum þarf einstaklingur að fara í mat í Guðrúnartúni en þar eru sérfræðingar eins og sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og læknar sem síðan meta það hvort starfsendurhæfing sé raunhæf. Markmiðið með starfsendurhæfingu er alltaf að endurhæfa fólk aftur út á vinnumarkaðinn.“ 
 
Guðrún Inga segir að stundum sé fólk með ráðningasamband og hugi aftur að því að fara aftur í sína vinnu á meðan aðrir þurfa að breyta um starfsvettvang. „Í rauninni er hlutverk okkar ráðgjafanna að kortleggja það sem sérfræðingar og inntökuteymið ráðleggja og útbúa áætlanir fyrir einstaklinga og finna úrræði sem henta hverjum og einum. Við reynum að finna úrræði í nærumhverfinu og þess vegna er mikilvægt fyrir okkur á Suðurnesjum að fá fleiri úrræði í Grindavík.“ 

Fyrirtækin nauðsynleg með
„Okkur hefur vantað tengsl við fyrirtækin í Grindavík en við erum núna búnar að fara í nokkrar heimsóknir í fyrirtæki hér í Grindavík og það eru  allir tilbúnir í samstarf með okkur. Við erum að vinna í því að fá fleiri fyrirtæki í samstarf. Okkar fólk hefur áhugahvötina til að fara að vinna aftur, það vantar kannski bara aðeins upp á heilsuna til að endurhæfast í 100% starf. Fólk sem líkur starfsendurhæfingu hjá VIRK kemur sterkt til baka, það er búið að fara í gegnum marga þætti, vinna með sjálfan sig og líkamlega uppbyggingu. Hjá VIRK starfa líka atvinnulífstenglar sem aðstoða suma einstaklinga í lok starfsendurhæfingu við að tengjast atvinnulífinu.“

„Ferlið sem tekur við eftir að einstaklingur leitar til VIRK er að inntökuteymið fer yfir listann. Bæði er skoðað þol (líkamlegan vanda) og getu (andlegan vanda). Niðurstöður eru síðan kortlagðar og áætlun sett upp fyrir viðkomandi. Markmiðið er alltaf að koma viðkomandi annað hvort í vinnu eða nám. 
 
Inntökuteymið metur síðan hversu langan tíma ferlið tekur áður en viðkomandi kemst aftur út á vinnumarkaðinn. Stundum er það sex mánuðir og stundum tekur það styttri eða lengri tíma. „Við metum reglulega hvernig starfsendurhæfingu miðar og hvenær henni er lokið með því að rýna málin með sérfræðingum hjá VIRK í Reykjavík. Ánægjulegast er þegar einstaklingar útskrifast í vinnu en svo getur verið að einstaklingar útskrifist frá VIRK í atvinnuleit eða í heilbrigðiskerfið.“

Þeir sem vilja kynna sér betur starfssemi VIRK geta fundið gagnlegar upplýsingar inni á vefnum www.virk.is og inni á velvirk.is 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 29. nóvember 2021

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

Fréttir / 26. nóvember 2021

Upptaka frá framkvćmdaţingi Heklunnar 2021

Fréttir / 24. nóvember 2021

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Fréttir / 24. nóvember 2021

Króníka međ Alla í kvöld

Fréttir / 23. nóvember 2021

Brautryđjendur í heilsustefnu leikskóla

Höfnin / 22. nóvember 2021

Met afli hjá Tómasi Ţorvaldssyni GK-10.

Fréttir / 21. nóvember 2021

Lokanir á Leikskólanum Laut

Fréttir / 18. nóvember 2021

D vítamín: Sólskin í skammdeginu

Fréttir / 18. nóvember 2021

Grindavík međ liđ í Krakkakviss

Fréttir / 16. nóvember 2021

Pistill bćjarstjóra: Búseta og lífsskilyrđi