Foreldranámskeiđ fyrir foreldra barna á aldrinum 4 - 12 ára

  • Fréttir
  • 8. janúar 2021

Að vera foreldri er eitt mikilvægasta og mest krefjandi verkefni fullorðinsáranna. Markmið góðs uppeldis er að barnið verði heilbrigt, vel aðlagað, hamingjusamt og hafi til að bera eiginleika og færni sem kemur því til góða í framtíðinni. Nauðsynleg uppeldisfærni er hins vegar hvorki meðfædd né sjálfgefin og eðlilegt er að það taki tíma og fyrirhöfn að tileinka sér þá þekkingu, kunnáttu og hæfni sem til þarf.

Í boði er átta vikna hópnámskeið í fjarkennslu á Zoom/Teams þar sem PMTO meðferðaraðilar kenna foreldrum einu sinni í viku og foreldrar vinna verkefni heima með barninu á milli tíma. 

Meginmarkmið námskeiðs er að kenna foreldrum að nota styðjandi uppeldisaðferðir. Þar sem foreldrar eru mikilvægustu kennarar barna sinna er áhersla lögð á ítarlega vinnu með þeim. 

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 19. janúar 2021 kl. 17:30-19:30 í fjarkennslu og er í 8 skipti til 16. mars.

Þátttökugjald er 8.000 kr. á fjölskyldu/foreldra.

Skráning og frekari upplýsingar eru hjá leiðbeinendum. Skráningu lýkur 12. janúar.

Ingibjörg María Guðmundsdóttir sálfræðingur ingamaria@grindavik.is
Sigrún Pétursdóttir ráðgjafi sigrunp@grindavik.is
Thelma B. Guðbjörnsdóttir félagsráðgjafi thelma@grindavik.is 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. janúar 2021

Gym heilsa opnar aftur í dag 18. janúar

Fréttir / 14. janúar 2021

Rökkurró í Grindavík

Fréttir / 11. janúar 2021

Útveggir viđbyggingar Hópsskóla rísa

Fréttir / 5. janúar 2021

Ađstođarmatráđur óskast í Miđgarđ