Verum vakandi: Stoppum fyrir börnum sem ganga í skólann

  • Fréttir
  • 7. janúar 2021

Grunnskólinn hófst á ný eftir jólaleyfi í vikunni. Töluverð umræða hefur nú skapast á Facebook þar sem nokkur fjöldi foreldra ræðir umferðarmál í kringum Hópsskóla og Grunnskólann við Ásabraut. Nokkuð ber á að þeir sem fara akandi um svæðin stoppi ekki fyrir börnum sem þurfa að fara yfir götuna.

Á sama tíma og við biðjum fólk að vera vakandi fyrir gangandi vegfarendum og sýni þá tillittsemi að stöðva bifreiðar þegar komast þarf yfir götu, viljum við líka benda foreldrum á að börnin séu með endurskinsmerki á sér svo þau sjáist betur í myrkrinu. 

Það er mikil umferð sem fer um þessi svæði á sama tíma, í kringum 8:00 á morgnana. Með sameinuðu átaki allra verður vel hægt að leysa málin því við viljum auðvitað draga úr umferðinni með því að sem flestir gangi í skólann. Það þarf að vera öruggt að ganga um í skammdeginu fyrir börnin og aðra gangandi vegfarendur. 

Gangi okkur öllum vel! 

Mynd: Samgöngustofa


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. janúar 2021

Gym heilsa opnar aftur í dag 18. janúar

Fréttir / 14. janúar 2021

Rökkurró í Grindavík

Fréttir / 11. janúar 2021

Útveggir viđbyggingar Hópsskóla rísa

Fréttir / 5. janúar 2021

Ađstođarmatráđur óskast í Miđgarđ