Almannavarnir og náttúruvá: tengill á vefsíđu

  • Fréttir
  • 6. janúar 2021

Milli jóla og nýárs var undirrituð viðbragðsáætlun vegna eldgoss við Grindavík. Það var Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum og Fannar Jónsson bæjarstjóri í Grindavík sem undirrituð áætlunina. Áætlunin tók gildi 1. janúar 2021 og er nú aðgengileg hér á vefsíðu bæjarins undir tenglinum Almannavarnir og náttúruvá hægra megin. Þar má líka finna rýmingaráætlanir fyrir Grindavík, bæði á íslensku og pólsku sem og þær fréttir sem hafa birst vegna landriss við Þorbjörn. 

Viðbragðsáætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar eldgoss eða annarra hamfara við Grindavík, í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hún er unnin af almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og almannavarnanefndum Grindavíkur. Allir viðbragðsaðilar og aðrir sem nefndir eru í áætluninni voru hafðir með í ráðum.

Áætlunin heitir viðbragðsáætlun vegna eldgosa við Grindavík. Þá er mögulegt að notast við sömu áætlun þegar þörf er á rýmingu vegna einhvers konar annara hamfara.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. janúar 2021

Gym heilsa opnar aftur í dag 18. janúar

Fréttir / 14. janúar 2021

Rökkurró í Grindavík

Fréttir / 11. janúar 2021

Útveggir viđbyggingar Hópsskóla rísa

Fréttir / 5. janúar 2021

Ađstođarmatráđur óskast í Miđgarđ