Fundur 1568

  • Bćjarráđ
  • 6. janúar 2021

1568. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 5. janúar 2021 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnar-fulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi,
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:


1. Gallup - Þjónustukönnun 2020 - 2012073
Matthías Þorvaldsson frá Gallup sat fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað. Farið yfir niðurstöður þjónustukönnunar sem gerð var meðal 20 stærstu sveitarfélaga landsins.

2. Kjarasamningar - Stytting vinnuviku - 2005108
Deildarstjóri öldrunarþjónustu sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð samþykkir vinnufyrirkomulag deildarstjóra öldrunarþjónustu til reynslu til þriggja mánaða.

3. Ísland ljóstengt framkvæmd - 1712077
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað. Samningur um uppgjör við Mílu vegna verkefnisins "Ísland ljóstengt" er lagður fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum við Mílu.

4. Ljósleiðaravæðing í Grindavík 2021 - 2101005
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað.

Áætlanir Mílu um ljósleiðaravæðingu í Grindavík á árinu 2021 lagðar fram til kynningar.

5. Gatnalýsing Þjónustusamningur 2020 - 2011033
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað. Niðurstöður opins útboðs vegna viðhalds og ledvæðingar gatnalýsingar liggja fyrir. TG Raf ehf. voru lægstbjóðandi en tilboð þeirra var 34.859.188 kr. sem er 78,28% af kostnaðaráætlun.

Samningur við TG Raf lagður fram til kynningar.

6. Hleðslustöðvar í Grindavík - 2011031
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað. Þann 11. desember sl. samþykkti Orkusjóður að veita 10 Mkr. til uppbyggingar hleðslustöðva í Grindavík. Drög að samningi lögð fram.

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.

7. Styrkur til fráveituframkvæmda - 2012072
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað. Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur undirritað reglugerð um styrki til fráveituframkvæmda. Ráðgert er að opnað verði fyrir umsóknir um styrki í byrjun janúar 2021. Hægt verður að sækja um styrki fyrir framkvæmdir sem fram fara á tímabilinu 2020-2030 og vekjum við sérstaklega athygli á því að í janúar 2021 skal sækja um styrki fyrir verkefni sem hófust eftir 1. janúar 2020.

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.

8. Gerðavellir 17 Húsasótt - 2010048
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað. Lögð fram aðgerðar- og kostnaðaráætlun frá OMR verkfræðistofu ehf. vegna fasteignarinnar.

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.

9. Borgarhraun 2 - Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II - 2012066
Fyrir liggja umsagnir frá HES, Slökkviliði Grindavíkur og byggingarfulltrúanum í Grindavík. Sótt er um 16 gistirými en Slökkvilið gefur umsögn fyrir allt að 10 gesti í húsnæðinu vegna brunavarna.

Bæjarráð mælir með leyfisveitingu fyrir allt að 10 gesti.

10. Almannavarnarnefnd Grindavíkur - 67 - 2012018F
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Frćđslunefnd / 8. apríl 2021

Fundur 108

Bćjarstjórn / 30. mars 2021

Fundur 516

Skipulagsnefnd / 22. mars 2021

Fundur 84

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. mars 2021

Fundur 49

Bćjarráđ / 16. mars 2021

Fundur 1575

Bćjarráđ / 9. mars 2021

Fundur 1574

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. mars 2021

Fundur 52

Bćjarráđ / 2. mars 2021

Fundur 1573

Bćjarstjórn / 23. febrúar 2021

Fundur 515

Skipulagsnefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 83

Bćjarráđ / 16. febrúar 2021

Fundur 1572

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 51

Öldungaráđ / 10. febrúar 2021

Fundur 9

Bćjarráđ / 9. febrúar 2021

Fundur 1571

Frćđslunefnd / 4. febrúar 2021

Fundur 106

Bćjarráđ / 2. febrúar 2021

Fundur 1570

Bćjarstjórn / 26. janúar 2021

Fundur 514

Bćjarráđ / 8. desember 2020

Fundur 1566

Skipulagsnefnd / 18. janúar 2021

Fundur 82

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. janúar 2021

Fundur 50

Frístunda- og menningarnefnd / 13. janúar 2021

Fundur 101

Frćđslunefnd / 7. janúar 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 5. janúar 2021

Fundur 1568

Frístunda- og menningarnefnd / 7. desember 2020

Fundur 100

Bćjarstjórn / 22. desember 2020

Fundur 513

Almannavarnir / 17. desember 2020

Fundur 67

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

Fundur 81

Bćjarráđ / 15. desember 2020

Fundur 1567

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. desember 2020

Fundur 49

Frćđslunefnd / 3. desember 2020

Fundur 104