Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti þann 22.12.2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víðihlíðar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið er austan við Hjúkrunarheimilið í Víðihlíð. Deiliskipulagstillagan felur í sér nýja afmörkun byggingarreita fyrir íbúðir og félagsheimili. Einnig er gerð grein fyrir útisvæði, aðkomu og bílastæðum.
Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is, og hún liggur frammi á bæjarskrifstofum frá 6. janúar til 18. febrúar 2021.
Athugasemdum eða ábendingum við kynnta tillögu skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa, Víkurbraut 62, 240 Grindavík eða með tölvupósti á atligeir@grindavik.is í síðasta lagi 18.febrúar 2021.
Hér má nálgast breytingaruppdráttinn