Jólavörubíll verđur á ferđinni síđdegis um bćinn

  • Fréttir
  • 23. desember 2020

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu sjáum við jólasveinarnir okkur ekki fært að mæta í hús á aðfangadag eins og við höfum gert í áraraðir. Gömlu hjónin Grýla og Leppalúði eru ekki heilsuhraust svo við viljum alls ekki bera einhvern óþverra til þeirra. Við höfum fengið vini okkar til að keyra með okkur um bæinn svo við fáum að sjá sem flesta áður en jólahátíðin gengur í garð.“
 
Þeir verða á ferðinni á Þorláksmessu á „jóla“vörubíl og fara um bæinn í samræmi við þessa ferðaáætlun:
 
Kl. 18:00  -  í hverfinu sem afmarkast af Vestan Víkurbrautar / Sunnan Borgarhrauns.
Kl. 18:20  -  í hverfinu sem afmarkast af Vestan Víkurbrautar / Norðan Borgarhrauns.
Kl. 18:40  -  í hverfinu sem afmarkast af Austan Víkurbrautar / Norðan Austurvegar.
Kl. 19:00  -  í hverfinu sem afmarkast af Austan Víkurbrautar / Sunnan Austurvegar.
 
Bræðurnir munu hlakka til dagsins og vonast til að sjá ykkur sem flest úti á tröppum. 
 
Jólakveðja frá Lionsfélögum í Grindavík.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir