Fundur 1567

  • Bćjarráđ
  • 17. desember 2020

1567. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 15. desember 2020 og hófst hann kl. 16:00.
 

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi,
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs,
Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:
1.Endurskoðun menningarstefnu Grindavíkurbæjar - 1903070
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Drög að menningarstefnu Grindavíkurbæjar lögð fram.

2.Gjaldskrá Kvikunnar 2021 - 2012026
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Kvikunnar árið 2021.

Bæjarráð vísar gjaldskránni til bæjarstjórnar.

3.Áhrif kórónuveirufaraldursins á 16-18 ára - 2012020
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Sigurður Óli vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs, dags. 10.12.2020. Bæjaráð samþykkir að ungmenni 16-18 ára fái sundkort sem gildir út mars 2021. Jafnframt að Kvikan verði opin á morgnana fyrir þennan hóp.

Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að leita til FS um að námsráðgjafi verði staðsettur að hluta í Grindavík.

4.Samstarf við Samtökin ´78 - 2011071
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð fram drög að samstarfssamningi við Samtökin 78 um fræðslu til starfsfólks og nemenda grunnskóla, starfsfólks leikskóla, félagsmiðstöðva og stjórnenda auk ráðgjafar. Lýðheilsuteymi Grindavíkurbæjar telur mikilvægt að efla fræðslu um hinsegin málefni meðal starfsfólks og nemenda og leggur til að samningurinn verði samþykktur. Frístunda- og menningarnefnd tók undir bókun lýðheilsuteymisins.

Bæjarráð samþykkir samninginn við Samtökin 78 með þeirri breytingu að í samninginn verði sett uppsagnarákvæði.

5.Ósk um niðurfellingu leigu 2020 - 2009018
Upplýsinga- og markaðsfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Bæjarráð samþykkir með 2 atkvæðum að lækka leigu fyrir árið 2020 um 20% og heimilar greiðslufrest á því sem eftir stendur. Upplýsinga- og markaðsfulltrúa falið að útfæra þetta í samráði við rekstraraðilann. Hallfríður greiðir atkvæði á móti.

6.Suðurnesjalína 2 - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2012027
Landsnet sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 220 kV Suðurnesjalínu 2 í lögsögu Grindavíkur. Lagt fram til kynningar.

7.Smáhýsi vestan við Sjónarhól - 2012017
Lagt fram til kynningar erindi frá lögmanni þeirra er eiga fasteignina Sjónarhól.

8.Kaup á hlut í skólahúsnæði Keilis - 1912059
Bókun

Bæjaryfirvöld í Grindavík hafa ávallt studd dyggilega við rekstur og uppbyggingu á sviði menntamála á Suðurnesjum. Fjölbreytt námsframboð og gott aðgengi að námsleiðum og námskeiðum fyrir alla aldurshópa stuðlar að hærra menntunarstigi og eflingu atvinnulífs í landshlutanum. Því er mikilvægt að ríki og sveitarfélög styrki til framtíðar allar þær menntastofnanir sem halda úti framhaldsfræðslu og símenntun á Suðurnesjum. Stjórnendur Keilis hafa leitað til ríkisins og sveitarfélaganna á Suðurnesjum um stuðning við að leysa þann gríðarlega fjárhagsvanda sem skólinn býr við. Áformað er að færa núverandi hlutafé í félaginu niður í 500 þús.kr. og að hlutafé verði síðan aukið um 370 m.kr. Hlutur ríkissjóðs verði 190 m.kr. og sveitarfélaganna á Suðurnesjum 180 m.kr. Þar af er gert ráð fyrir að hlutur Grindavíkurbæjar verði 22.806 þús.kr. eða 6,155% af heildarhlutafé. Verði ekkert aðhafst varðandi fjárhagslega endurskipulagningu Keilis er allt útlit fyrir að rekstrargrundvöllur skólans sé brostinn. Við þessar aðstæður samþykkir bæjarráð að Grindavíkurbær kaupi hlut í Keili að fjárhæð 22.806 þús.kr. og styðja þannig við órofið skólahald sem að öðrum kosti hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir nemendur og starfsfólk Keilis. Þessi samþykkt er gerð í trausti þess að mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélögin á Suðurnesjum sameinist einnig um að tryggja starfsaðstöðu og langtímasamning um rekstur Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Skólinn gegnir lykilhlutverki á sviði framhaldsskóla og símenntunar í einni af stærstu atvinnugreinum svæðisins og landsins alls og hefur lengi þurft að búa við skammtímaúrræði og óvissu um framtíð þessarar mikilvægu menntastofnunar. Fulltrúar B- og D-lista.

Bókun

Miðflokkurinn í Grindavík hafnar því að leggja til aukið fé í hlutafjáraukningu til handa Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ. Greinargerð Tæpar 23 milljónir eru veruleg fjárhæð af sameiginlegum sjóði bæjarbúa og slíkar fjárhæðir á ekki að reiða fram nema að vel ígrunduðu máli. Ábyrgð okkar bæjarfulltrúa er töluverð þegar kemur að þessum sameiginlega sjóði og á þeim forsendum byggjum við ákvörðun okkar. Þau gögn sem lögð hafa verið fram máli þessu til stuðnings gefa
ekki tilefni til að ætla að rekstur skólans geti orðið sjálfbær og af þeim sökum getur fulltrúi M-lista ekki stutt þetta. Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir Bæjarfulltrúi Miðflokksins

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að uppfæra fjárhagsáætlun 2021 um 22,806 milljónir áður en hún kemur til síðari umræðu í bæjarstjórn. Bæjarstjóra er falið að mæta fyrir hönd Grindavíkurbæjar á hluthafafund Keilis sem haldinn er miðvikudaginn 16. desember.

9.Kjarasamningar - Stytting vinnuviku - 2005108
Lagt fram samkomulag vegna grunnskóla, íþróttamannvirkja, slökkviliðs og Miðgarðs um styttingu vinnuviku. Bæjarráð samþykkir samkomulag um styttingu vinnuviku grunnskóla, íþróttamannvirkja og slökkviliðs, en hafnar útfærslu um vinnutímastyttingu deildarstjóra í Miðgarði þar sem ekki er sýnt nægjanlega fram á að slíkt skerði ekki þjónustu við eldri borgara en samþykkir annað vegna Miðgarðs.

10.Manntal og húsnæðistal Hagstofu Íslands - 2012015
Lagt fram bréf frá Hagstofu Íslands, dags. 27. nóvember 2020 vegna undirbúnings á töku manntals og húsnæðistals 1. janúar 2021.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 23. febrúar 2021

Fundur 515

Skipulagsnefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 83

Bćjarráđ / 16. febrúar 2021

Fundur 1572

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 51

Öldungaráđ / 10. febrúar 2021

Fundur 9

Bćjarráđ / 9. febrúar 2021

Fundur 1571

Frćđslunefnd / 4. febrúar 2021

Fundur 106

Bćjarráđ / 2. febrúar 2021

Fundur 1570

Bćjarstjórn / 26. janúar 2021

Fundur 514

Bćjarráđ / 8. desember 2020

Fundur 1566

Skipulagsnefnd / 18. janúar 2021

Fundur 82

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. janúar 2021

Fundur 50

Frístunda- og menningarnefnd / 13. janúar 2021

Fundur 101

Frćđslunefnd / 7. janúar 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 5. janúar 2021

Fundur 1568

Frístunda- og menningarnefnd / 7. desember 2020

Fundur 100

Bćjarstjórn / 22. desember 2020

Fundur 513

Almannavarnir / 17. desember 2020

Fundur 67

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

Fundur 81

Bćjarráđ / 15. desember 2020

Fundur 1567

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. desember 2020

Fundur 49

Frćđslunefnd / 3. desember 2020

Fundur 104

Bćjarráđ / 26. nóvember 2020

Fundur 1564

Bćjarráđ / 1. desember 2020

Fundur 1565

Skipulagsnefnd / 30. nóvember 2020

Fundur 80

Bćjarstjórn / 24. nóvember 2020

Fundur 512

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 18. nóvember 2020

Fundur 48

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2020

Fundur 79

Bćjarráđ / 10. nóvember 2020

Fundur 1563

Frístunda- og menningarnefnd / 11. nóvember 2020

Fundur 99