Grenndargámar vćntanlegir viđ slökkvistöđ

  • Fréttir
  • 3. desember 2020

Grenndargámar eru nú væntanlegir við slökkvistöðina í Grindavík í febrúar á næsta ári. Margir munu án efa gleðjast yfir þessari kærkomnu viðbót því hægt er að losa sig við fjórar gerðir af hráefni í gámana; blandaðan pappír, blandað plast, málma og gler. 

Miðað verður við að losa pappírs- og plastgáma vikulega til að byrja með en gler- og málmgáma mánaðarlega. 

Ástæðan fyrir valinu á planinu á bak við slökkvistöð er sú að þar skammt frá er gámur Rauða krossins þar sem hægt er að losa sig við notaðan fatnað. Þá er aðgengi og annað til staðar svo auðveldlega megi keyra að gámunum og losa sig við hráefni til endurvinnslu. 

 


Deildu ţessari frétt