Grindavíkurdćtur međ fallega ábreiđu af laginu Desember

  • Fréttir
  • 2. desember 2020

Grindavíkurdætur gáfu í gær út nýja ábreiðu af laginu Desember sem upphaflega er í flutningi SamSam systra þeirra Gretu og Hólmfríðar Samúelsdætra en bæði lag og texti er eftir Hólmfríði Ósk Samúelsdóttur. Á Facebook síðu kórsins senda Grindavíkurdætur landsmönnum öllum hlýja kveðju inn í desember. " Í ár ákváðum við að gefa út lag og myndband í stað hefðbundins tónleikahalds. Við vonum að þessi frumraun okkar færi ykkur birtu og yl hvar sem þið eruð stödd ❤"

Hægt er að hlýða á þetta fallega lag hér fyrir neðan en myndbandið hefur mjög fallegan og jólalegan boðskap. 

Við óskum Grindavíkurdætrum til hamingju með þennan fallega flutning. 


Deildu ţessari frétt