Hverfisskipulag Stíga- og Vallahverfis – íbúasamráđ

  • Skipulagssviđ
  • 2. desember 2020

Grindavíkurbær áformar á næstu árum að vinna hverfisskipulag fyrir þann hluta bæjarins sem ekki hefur verið deiliskipulagður. Verkefninu hefur verið skipt upp í áfanga og var ákveðið að byrja á að vinna hverfisskipulag fyrir Stíga- og Vallahverfi í Grindavík. Svæðið afmarkast af Víkurbraut í austri, Efstahrauni í suðri og Nesvegi í vestri og norðri.

Markmið Grindavíkurbæjar með skipulagsgerðinni er að móta heildarstefnu og samræma ákvæði innan hverfisskipulagssvæðisins til að einfalda afgreiðslu leyfisveitinga og gera þær markvissari. Tilgangurinn er að auðvelda ákvörðunarferli vegna framkvæmda og uppbyggingar á svæðinu. Einnig að sjálfbær þróun og hagsmunir íbúa verði ætíð hafðir að leiðarljósi við ákvarðanatöku.
Þegar hefur skipulagslýsing hverfisins verið kynnt fyrir fyrsta áfanga, með tilkynningu á heimasíðu bæjarins og í bréfpósti. Í kjölfar þess átti að halda vinnufundi með íbúum hverfisins. Aðstæður hafa hins vegar verið þannig að ekki hefur verið hægt að halda vinnufundinn vegna samkomutakmarkana. 

Nú hefur verið ákveðið að eiga samráð við íbúa í gegnum samráðsvef þar sem íbúum Grindavíkurbæjar gefst kostur á að gera ábendingar varðandi skipulag hverfisins. Ábendingarnar geta verið af ýmsum toga allt frá heimildum til bygginga á lóðum hverfis til uppbyggingar og viðhalds opinna svæða.  

Samráðsvefnum er skipt í þrjár hluta(sjá hér) sem hægt er að svara skriflega, sjá skiptingu hér að neðan. Einnig er undir hverjum hluta hægt að fara inn á vefsjá og merkja inn þann stað eða það svæði sem ábendingin snýr að. Sá möguleiki er fyrir hendi að hengja skrá eða mynd við ábendinguna inn í vefsjá.  
1.    Ábendingar um sérstöðu hverfisins, sjá vefsjá hér
2.    Ábendingar um staði eða svæði sem þarf að bæta, sjá vefsjá hér. 
3.    Ábendingar um sérstakar heimildir, sjá vefsjá hér

Hér að neðan er myndband þar sem hverfisskipulagið er kynnt ásamt því að farið yfir notkun á samráðsvef. 

Einnig er hægt að senda ábendingar á netfangið atligeir@grindavik.is eða í bréfpósti til Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62, 240 Grindavík og merkja, Hverfisskipulag – íbúasamráð. 

Allir íbúar Grindavíkurbæjar eru hvattir til koma með ábendingar um liði 1 og 2 á samráðsvefnum. Í lið 3 er gert ráð fyrir ábendingum frá íbúum hverfisins t.d. hvað varða heimildir við lóðir og má þar nefnda svigrúm fyrir viðbyggingar, útlitsbreytinga, bílskúra o.s.frv. Athugið að ábendingar eru ekki persónugreinanlegar. 

Frestur til að skila ábendingu verðu til og með 14.janúar 2021. 

Linkur á myndband
Linkur á glærur í myndbandi. 

Atli Geir Júlíusson
sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs


Deildu ţessari frétt

AĐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útbođ vegna verkfrćđihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaţjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferđaröryggistefna í kynningu

Skipulagssviđ / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag viđ Ţorbjörn - auglýsing

Skipulagssviđ / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóđarúthlutanir

Skipulagssviđ / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssviđ / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útbođ: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um ađalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beđiđ eftir varahlutum