Tilbođ í anda Fjörugs föstudags

  • Fréttir
  • 1. desember 2020

Stórir afsláttadagar hafa nú allir runnið sitt skeið víðast hvar. Singles day var þann 11. nóvember, Black Friday sl. föstudag og Cyber monday var í gær. Þrátt fyrir það eru enn í gangi afslættir sem hægt er að nýta sér, hvort sem er fyrir jólagjafir eða annað. Hárhornið verður t.a.m. með afsláttadaga á morgun og fimmtudag og sjá má tilboðin hér fyrir neðan. Í ljósi þess að ekki var hægt að halda upp á árlegan Fjörugan föstudag verður þó smá bót í máli að hægt er að versla hárvörur hjá þeim stöllum á Hárhorninu á góðu verði. 

Ef fyrirtæki eru með ábendingar um tilboð eða afslætti sem nýtast bæjarbúum sem öðrum má senda á netfangið heimasidan@grindavik.is 


Deildu ţessari frétt