Rekur ţú metnađarfullt ferđaţjónustufyrirtćki?

  • Fréttir
  • 30. nóvember 2020

Rekur þú metnaðarfullt ferðaþjónustufyrirtæki? Viltu gera enn betur? Jafnvel nýta rólega tímann núna og styrkja stoðirnar áður en allt fer á fullt aftur?

Ratsjáin er sex vikna svæðisbundið þróunar- og nýsköpunarverkefni fyrir stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja sem vilja gera enn betur. Undir leiðsögn sérfræðinga kynnast þátttakendur verkfærum sem efla þá sem stjórnendur, spegla sig í reynslu annarra fyrirtækja og efla tengslanetið.

Umsóknarferlið er í gangi og hægt verður að sækja um út vikuna ef það eru fyrirtæki hér í Grindavík sem langar að taka þátt. 

Allar frekari upplýsingar eru að finna inni á vefsíðu Íslenska ferðaklasans. 

Landshlutasamtök sjö landsvæða á Íslandi hafa tekið sig saman um að bjóða stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum þátttöku í nýrri útgáfu af Ratsjánni, samtengdu verkefni sem hefst í upphafi árs 2021.

Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og tengiliði frá landshlutasamtökum sveitarfélaga á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, Reykjanesi og Suðurlandi.

Opið er fyrir umsóknir! Hægt er að skrá sig hér.


Deildu ţessari frétt