Mikiđ úrval gjafavöru í Grindavík

  • Fréttir
  • 27. nóvember 2020

Í dag er hinn svokallaði Svarti föstudagur (e. Black Friday) og hinar ýmsu verslanir bjóða nú upp á afslætti og tilboð af því tilefni. Hér í Grindavík er úrval vara sem hægt er að láta í jólapakkann og eru íbúar hvattir til að skoða það og spara sér ferð úr bænum og styðja við grindvísk fyrirtæki. 

Fjölbreytinin er mikil, hvort sem það eru föt í Palóma, hárvörur frá Hárstofunni, Hárhorninu eða ANIS, gjafabréf í mat hjá veitingastöðum bæjarins, veglegt handverk hjá VIGT, Kristinsson - Handmade eða eitthvað fallegt hjá Guggu í Blómakoti. Það þarf ekki alltaf að sækja vatnið yfir lækinn. 

Kristjana Jónsdóttir hjá eigandi ANIS hársnyrtistofunnar við Hafnargötu hefur opnað starfssemi sína aftur eftir að hafa verið gert að skella í lás líkt og aðrir með samskonar starfssemi vegna sóttvarnaaðgerða. Kristjana eða Lillý eins og hún er kölluð segist vera komin í jólaskap og það sé brjálað að gera nú í aðdraganda jólanna. Í tilefni af Black Friday býður hún upp á afslátt á gjafapakkningum í verslun sinni. Það gera líka þær stöllur á Hárstofunni í verslunarmiðstöðinni. Hárhornið ætlar að bjóða upp á afslætti á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku þar sem ekki verður hægt að halda upp á fjörugan föstudag líkt og undanfarin ár. 

Hér fyrir neðan má sjá þau fyrirtæki í Grindavík þar sem hægt er að versla hjá vörur, hvort sem það er í jólapakkann eða annað. 

Ef það vantar fyrirtæki hér inn má senda ábendingu á heimasidan@grindavik.is  - hér inni eru ekki sjávarútvegsfyrirtæki eða önnur fyrirtæki sem ekki selja beint til íbúa. 


Deildu ţessari frétt