Grindvíkingar styđja viđ Taekwondo deild međ kaupum á vinsćlli Ţristamús

  • Fréttir
  • 26. nóvember 2020

Hin svokallaða Þristamús sem framleidd er á Barion veitingastaðnum í Reykjavík hefur farið sigurför um landið. Nú eru nokkur íþróttafélög með fjáröflun fyrir sínar deildir með því að láta ágóða af hverri keyptri þristamús renna til síns félags. 

Grindavík er í þriðja sæti í Þristamúsakeppninni þegar þetta er skrifað. UMFG hvetur alla Grindvíkinga til að taka þátt og styðja við íþróttastarf UMFG en 300 krónur af hverri pöntun rennur til Taekwondodeildar UMFG.

Hægt er að panta þessa vinsælu Þristamús á vef Minigarðsins hér. og það þarf að velja að fá hana afhenta í Gjánni á laugardaginn. Stykkið kostar 1.195 kr og lokað verður fyrir pantanir kl. 11:00 á morgun, föstudaginn27. nóvember. 

Pantanirnar verða afhentar milli klukkan 12 og 14 á laugardaginn í Gjánni. 

Áfram Grindavík!
💛💙


Deildu ţessari frétt