Fundur 512

  • Bćjarstjórn
  • 25. nóvember 2020

512. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 24. nóvember 2020 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður og
Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og
Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði forseti heimildar að taka á dagskrá með afbrigðum málefni póstþjónustunnar í Grindavík, sem dagskrárlið nr. 15.
Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.Víkurbraut 60 - umsókn um byggingarleyfi - 2011032
Til máls tók: Sigurður Óli. Sótt er um byggingarleyfi vegna stækkunar verslunar við Víkurbraut 60. Byggingaráformin hafa verið grenndarkynnt. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin og vísar til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.

Bæjarstjórn samþykkir byggingaleyfið samhljóða með 6 atkvæðum.
Birgitta mætir á fundinn kl. 16:10

2.Endurskoðun Aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030. - 1501158
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur og Hallfríður. Þann 12. nóvember 2020 barst tölvupóstur frá Skipulagsstofnun þar sem stofnunin kemur með þrjár ábendingar við uppfærð gögn. Stofnunin óskar eftir lagfæringu áður en hún staðfestir skipulagið. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta uppfæra gögnin miðað við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Breytingarnar eru minniháttar og kalla ekki á endurauglýsingu. Greinargerð aðalskipulags 2018-2032, dags. 24. nóvember 2020, sem tekur til athugasemda skipulagsstofnunar, er lögð fram.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða greinargerð.

3.Sjóvinnslusvæði við Reykjanesvirkjun- beiðni um umsögn - 2011054
Til máls tók: Sigurður Óli,

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um matsskyldu vegna sjóvinnslusvæðis við Reykjanesvirkjun. Skipulagsnefnd tók málið fyrir á 79.fundi sínum þann 16.nóvember sl. Þar sem kemur fram í bókun að nefndin telji að fyrirhugaðar framkvæmdir þurfi ekki að fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum, vel sé gert grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun.

Bæjarstjórn samþykkir bókun skipulagsnefndar.

4.Húsatóftir eldisstöð MHL05 - Umsókn um byggingarleyfi - 2011036
Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. Sótt er um byggingarleyfi fyrir fiskeldishús við aðstöðu Matorku við Nesveg (Húsatóftir eldisstöð). Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Samkvæmt 1. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 segir að þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir getur sveitarstjórn eða sá aðili sem heimild hefur til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 6. gr., ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar ef framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Skal skipulagsnefnd þá láta fara fram grenndarkynningu. Sú framkvæmd sem hér er óskað eftir byggingarleyfi fyrir er innan iðnaðarsvæðis I6 samkvæmt gildandi aðalskipulagi Grindavíkurbæjar og er skilgreint fyrir fiskeldi. Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að fara með byggingaráformin i grenndarkynningu þar sem þau varða ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Er þetta i samræmi við 3. mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin og vísar til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða byggingaleyfið.

5.Kynning- breyting aðalskipulags sveitarfélagsins Voga 2008-2028 - 2011053
Til máls tók: Sigurður Óli. Sveitarfélagið Vogar kynnir tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins ásamt samhliða breytingu á deiliskipulagi Grænuborgar í Vogum. Breytingarnar varða þéttleika og fjölda íbúða á skipulagssvæðinu og kafla 2.1.1 um íbúðasvæði í greinagerð aðalskipulags. Ekki fæst séð að tillaga snerti hagsmuni Grindavíkurbæjar. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og vísar erindinu til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

6.Frágangur á lóð í kringum íþróttahús-hreystigarður - 1909018
Til máls tók: Sigurður Óli. Minnisblað sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs lagt fram. Óskað er eftir viðauka á eignfærða fjárfestingu ársins 2020 vegna hreystigarðs á lóð íþróttamiðstöðvar að fjárhæð 21.989.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á verkefninu 32-115110 Gatnagerð í Hlíðarhverfi.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

7.Golfklúbbur Grindavíkur - tengigjald ljósleiðara í golfskála GG - 2010067
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Guðmundur og bæjarstjóri.

Beiðni um styrk á móti tengigjöldum vegna ljósleiðara. Bæjarráð samþykkir styrkveitinguna og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka á árið 2020 að fjárhæð 800.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðaukann.

8.Ósk um viðauka á fjárhagsáætlun 2020 - 2011004
Til máls tók: Sigurður Óli.

Lögð fram beiðni um viðauka á rekstur Grindavíkurhafnar árið 2020 að fjárhæð 1.495.000 kr. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

9.Liðveisla - Beiðni um viðauka - 2011001
Til máls tók: Sigurður Óli. Lögð fram beiðni um viðauka fyrir árið 2020 á rekstrareininguna 02-521 Liðveisla fatlaðra að fjárhæð 5.217.000 kr. sem skiptist þannig: Á lykil nr. 1110 að fjárhæð kr. 3.950.000 og á lykil nr. 1190 að fjárhæð kr. 1.267.000. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á liðnum 21611-1119 um kr. 2.000.000 og 3.217.000 kr. með lækkun á handbæru fé. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

10.Reglur um úthlutun íbúða í Víðihlíð - 2011049
Til máls tók: Sigurður Óli. Breyttar reglur um úthlutun íbúða við Austurveg nr. 5 í Grindavík lagðar fram. Helstu breytingar eru að íbúðaréttur er felldur út, nýr leiguverðsgrunnur og heimild forstöðumanns til tilfærslu og forgangur hjóna í stærri í íbúð að jafnaði.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

11.Gjaldskrá Grindavíkurhafnar fyrir árið 2021 - 2011044
Til máls tók: Sigurður Óli. Þjónustugjaldskrá Grindavíkurhafnar fyrir árið 2021 samþykkt á fundi hafnarstjórnar 9. nóvember 2020. Gjaldskráin er lögð fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá.

12.Ákvörðun um útsvarshlutfall á árinu 2021 - 2011076
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Helga Dís, Hallfríður, Páll Valur, Hjálmar og Birgitta.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að útsvarshlutfall fyrir árið 2021 verði 14,40%.

13.Breyting á sveitarstjórnarlögum til að bregðast við neyðarástandi - 2003061
Til máls tók: Sigurður Óli.

Vegna neyðarástands af völdum Covid-19 hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekið ákvörðun um að framlengja heimild sveitarstjórna til að víkja tímabundið frá tilteknum skilyrðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags. Framlengd heimild gildir til 10. mars 2021.

Bæjarstjórn að samþykkir samhljóða að áfram verði heimilt að nota fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar og nefnda í samræmi við auglýsinguna.

14.Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 1806026
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Helga Dís, Guðmundur og bæjarstjóri.

Kjósa þarf nýjan fulltrúa í almannavarnanefnd Grindavíkur. Gerð er tillaga um að fulltrúi Rauða krossins í nefndinni verði Tryggvi Hjörtur Oddsson, neyðarvarnarfulltrúi RKÍ á landsvísu. Kæmi hann í stað Gunnars Baldurssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

15.Málefni póstþjónustunnar í Grindavík - 2011094
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Helga Dís, Páll Valur, Hallfríður, Birgitta og Hjálmar.

Bókun Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar mótmælir harðlega tímabundinni lokun pósthússins hér í Grindavík vegna COVID. Á sama tíma og almannavarnir hvetja til netverslunar og ferðast ekki milli landshluta þurfa Grindvíkingar að mæta til Reykjanesbæjar til að senda og sækja pakka. Það er óviðunandi þjónusta fyrir 3.500 manna bæjarfélag. Ef samstarf Póstsins og Landsbankans býður ekki upp á að halda pósthúsinu opnu þarf Pósturinn að skoða aðra samstarfsmöguleika eða finna skapandi lausnir til að þjónusta Grindvíkinga t.d. með aukinni heimsendingarþjónustu bæði til að afhenda pakka sem og að sækja sendingar.

Óskar bæjarstjórn eftir svörum frá Póstinum.

16.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020 - 2002012
Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Páll Valur, Helga Dís og Hallfríður. Fundargerð 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 30. október 2020 er lögð fram til kynningar.

17.Bæjarráð Grindavíkur - 1562 - 2011002F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, bæjarstjóri og Hjálmar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

18.Bæjarráð Grindavíkur - 1563 - 2011014F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, bæjarstjóri, Hjálmar, Hallfríður og Birgitta.Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

19.Skipulagsnefnd - 79 - 2011017F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Guðmundur, Páll Valur, bæjarstjóri, Hjálmar og Helga Dís. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

20.Fræðslunefnd - 103 - 2011005F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Guðmundur, Páll Valur, Hallfríður, Helga Dís, Hjálmar og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

21.Frístunda- og menningarnefnd - 99 - 2011015F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Birgitta, Helga Dís, Hjálmar, Páll Valur og bæjarstjóri. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

22.Hafnarstjórn Grindavíkur - 474 - 2011013F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Páll Valur, bæjarstjóri og Guðmundur. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

23.Umhverfis- og ferðamálanefnd - Fundur 68 - 2011023F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, bæjarstjóri, Hjálmar, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Páll Valur og Birgitta. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 23. febrúar 2021

Fundur 515

Skipulagsnefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 83

Bćjarráđ / 16. febrúar 2021

Fundur 1572

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 51

Öldungaráđ / 10. febrúar 2021

Fundur 9

Bćjarráđ / 9. febrúar 2021

Fundur 1571

Frćđslunefnd / 4. febrúar 2021

Fundur 106

Bćjarráđ / 2. febrúar 2021

Fundur 1570

Bćjarstjórn / 26. janúar 2021

Fundur 514

Bćjarráđ / 8. desember 2020

Fundur 1566

Skipulagsnefnd / 18. janúar 2021

Fundur 82

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. janúar 2021

Fundur 50

Frístunda- og menningarnefnd / 13. janúar 2021

Fundur 101

Frćđslunefnd / 7. janúar 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 5. janúar 2021

Fundur 1568

Frístunda- og menningarnefnd / 7. desember 2020

Fundur 100

Bćjarstjórn / 22. desember 2020

Fundur 513

Almannavarnir / 17. desember 2020

Fundur 67

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

Fundur 81

Bćjarráđ / 15. desember 2020

Fundur 1567

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. desember 2020

Fundur 49

Frćđslunefnd / 3. desember 2020

Fundur 104

Bćjarráđ / 26. nóvember 2020

Fundur 1564

Bćjarráđ / 1. desember 2020

Fundur 1565

Skipulagsnefnd / 30. nóvember 2020

Fundur 80

Bćjarstjórn / 24. nóvember 2020

Fundur 512

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 18. nóvember 2020

Fundur 48

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2020

Fundur 79

Bćjarráđ / 10. nóvember 2020

Fundur 1563

Frístunda- og menningarnefnd / 11. nóvember 2020

Fundur 99