Við ætlum að halda bekkjarkvöldopnanir í Þrumunni frá klukkan 20:00 til 22:00 fyrir 8.-10.bekk frá 20.nóv-2.des.
Næstu vikurnar munum við bjóða upp á bekkjakvöld í Þrumunni til þess að mæta takmörkunum og blöndun of margra hópa. Það verður einnig opin rás á Discord (Thruman#9303) þar sem allir geta mætt og spjallað við okkur eða tekið þátt í Among us, Varúlf og fleira. Stelpu- og strákaklúbbarnir haldast svo ennþá rafrænir. En við erum búin að vera með rafræna Þrumu síðustu vikur. Við ætlum að reyna að gera eitthvað gott úr þessu ástandi og halda í jákvæðnina 😊
Við munum passa vel upp à sóttvarnir og eiga allir að mæta með sínar eigin grímur, sem eru notaðar ef við náum ekki að mæta fjarlægðartakmörkunum.
Dagskrá bekkjarkvöldopnana:
20.nóvember: 8.U.
23.nóvember: 8.E.
24.nóvember: 9.R.
25.nóvember: Online stelpuklúbbur.
27.nóvember: 9.P.
30.nóvember: 10.A.
1.desember: 10.V.
2.desember: Online strákaklúbbur.
Stelpu- og strákaklúbbarnir hafa verið í Þrumunni í mörg ár og er þetta eitt af því vinsælasta í Þrumunni. Þessa dagana erum við að hittast í gegnum netið, þar er hægt að spjalla og skrifa spurningar til starfsmanna undir nafnleynd og ræða um hin ýmsu málefni, ásamt því að spila online leiki saman eins og Amoung US, taka þátt í spurningarkeppni og fleira.
Þruman er einnig að vinna í því að opna hlaðvarpsrás (podcast). Þeir sem vilja búa til þátt mega endilega sækja um að vera með, en það er gert með því að senda upplýsingar á Instagram Þrumunnar @thrumugram eða hafa samband við forstöðumann Þrumunnar eða fulltrúa okkar úr nemenda- og Þrumuráði.
*Fylgist með okkur á Instagram: @thrumugram
Hér má sjá upplýsingar um Discordrás Þrumunnar: