Fundur 1562

  • Bćjarráđ
  • 4. nóvember 2020

1562. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 3. nóvember 2020 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Sigurður Óli Þorleifsson sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

Dagskrá:

1.Starfsumhverfi leikskóla og menntun kennara - 1809013
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Páll Valur vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins. Leikskólastjórar leggja til aukna niðurfellingu á leikskólagjöldum til handa þeim sem kjósa að hafa börn sín heima á milli jóla og nýárs.

Bæjarráð hafnar erindinu og vísar til þess að niðurfellingin á eingöngu að taka til þeirra daga sem foreldrar kjósa að hafa börn sín heima.

2.Skólaakstur - Einstaklingserindi - 2011002
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Sótt er um skólaakstur frá Grindavík í grunnskóla á höfuðborgarsvæðið.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

3.Liðveisla - Beiðni um viðauka - 2011001
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð fram beiðni um viðauka fyrir árið 2020 á rekstrareininguna 02-521 Liðveisla fatlaðra að fjárhæð 5.217.000 kr. sem skiptist þannig: Á lykil nr. 1110 að fjárhæð kr. 3.950.000 og á lykil nr. 1190 að fjárhæð kr. 1.267.000. Lagt er til að viðaukinn verði með lækkun á liðnum 21611-1119 um kr. 2.000.000 og 3.217.000 kr. með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

4.Ytra mat leikskóla 2021 - 2010082
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Menntamálastofnun auglýsir eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari ytra mat á starfi leikskóla innan þeirra, bæði þeirra sem reknir eru af sveitarfélaginu og öðrum aðilum.

Bæjarráð samþykkir að Leikskólinn Krókur óski eftir að fari fram ytra mati á starfi leikskólans.

5.Erindi frá félagsmálaráðuneytinu - 2010065
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Ráðuneytið leitar að sveitarfélögum sem eru áhugasöm um að taka þátt í verkefni um móttöku flóttafólks sem koma til landsins á eigin vegum.

Grindavíkurbær hefur ekki tök á að taka þátt í verkefninu.

6.Umsókn um styrk til viðhalds reiðvega - 2010054
Hestamannafélagið Brimfaxi sækir um framkvæmdastyrk að upphæð kr. 5.000.000 vegna ársins 2021.

Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2021.

7.Golfklúbbur Grindavíkur - tengigjald ljósleiðara í golfskála GG - 2010067
Beiðni um styrk á móti tengigjöldum vegna ljósleiðara.

Bæjarráð samþykkir styrkveitinguna og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka á árið 2020 að fjárhæð 800.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

8.Sveitarfélögin og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - 1902060
Fjölmennur fjarfundur verður haldinn 12. nóvember næstkomandi þar sem kjörnum fulltrúum verður boðið að fylgjast með og taka þátt í Suðurnesjavettvangi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita yfirlýsingu um að hraða innleiðingu á Hringrásarhagkerfinu.

9.Stöðuleyfi við suðurgarð- samkomulag - 2010063
Lagður fram til samþykktar samningur við Þorbjörn hf. um stöðuleyfisgjöld við Suðurgarð.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

10.Beiðni um styrk - 2010062
Samtökin "78 óska eftir 250.000 kr. styrk.

Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 23. febrúar 2021

Fundur 515

Skipulagsnefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 83

Bćjarráđ / 16. febrúar 2021

Fundur 1572

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 51

Öldungaráđ / 10. febrúar 2021

Fundur 9

Bćjarráđ / 9. febrúar 2021

Fundur 1571

Frćđslunefnd / 4. febrúar 2021

Fundur 106

Bćjarráđ / 2. febrúar 2021

Fundur 1570

Bćjarstjórn / 26. janúar 2021

Fundur 514

Bćjarráđ / 8. desember 2020

Fundur 1566

Skipulagsnefnd / 18. janúar 2021

Fundur 82

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. janúar 2021

Fundur 50

Frístunda- og menningarnefnd / 13. janúar 2021

Fundur 101

Frćđslunefnd / 7. janúar 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 5. janúar 2021

Fundur 1568

Frístunda- og menningarnefnd / 7. desember 2020

Fundur 100

Bćjarstjórn / 22. desember 2020

Fundur 513

Almannavarnir / 17. desember 2020

Fundur 67

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

Fundur 81

Bćjarráđ / 15. desember 2020

Fundur 1567

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. desember 2020

Fundur 49

Frćđslunefnd / 3. desember 2020

Fundur 104

Bćjarráđ / 26. nóvember 2020

Fundur 1564

Bćjarráđ / 1. desember 2020

Fundur 1565

Skipulagsnefnd / 30. nóvember 2020

Fundur 80

Bćjarstjórn / 24. nóvember 2020

Fundur 512

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 18. nóvember 2020

Fundur 48

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2020

Fundur 79

Bćjarráđ / 10. nóvember 2020

Fundur 1563

Frístunda- og menningarnefnd / 11. nóvember 2020

Fundur 99