Fundur 511

  • Bćjarstjórn
  • 28. október 2020

511. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 27. október 2020 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður og
Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. Deiliskipulag - Hlíðarhverfi - 1901081
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, bæjarstjóri, Guðmundur og Páll Valur. Auglýsingartíma fyrir deiliskipulagstillögu Hlíðarhverfis er lokið. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Þá barst athugasemd frá einum íbúa. Þær viðbætur/breytingar sem voru gerðar við greinagerð og deiliskipulagsuppdráttinn eftir að auglýsingartíma deiliskipulagstillögunnar lauk eru eftirfarandi: - Skilmálar settir inn í greinargerð um frágang lóðar. - Skilmálar settir inn í greinargerð um að hluti stígakerfis verði allt að 3 m breiður ásamt því að uppdráttur var uppfærður. - Viðbætur vegna umsagna opinberra aðila. Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna fyrir Hlíðarhverfi með þeim breytingum sem hafa orðið á henni eftir auglýsingu, með fyrirvara um umsögn Minjastofnunar. Tillögunni er vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að deiliskipulagi fyrir Hlíðarhverfi eins og hún er hér lögð fram, með áorðnum minniháttar breytingum í kjölfar athugasemdar og umsagna. Er skipulagsfulltrúa falið að senda deiliskipulagið til staðfestingar Skipulagsstofnunar í samræmi við 1.mgr.42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá er skipulagsfulltrúa falið að senda þeim er gerðu umsagnir og athugasemd við deiliskipulagið umsögn bæjarstjórnar um þær. Í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulaglaga nr. 123/2010 þá verður niðurstaða bæjarstjórnar auglýst.

2 .Víkurbraut 60 - fyrirspurn um stækkun - 2007055
 Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Guðmundur og Páll Valur. Lögð fram beiðni frá lóðarhafa að Víkurbraut 60 um stækkun á lóðinni. Stækkun lóðar er 994 m2. Lóðin var 3.268 m2 og verður 4.262 m2. Skipulagsnefnd samþykkti stækkun lóðarinnar á 78. fundi sínum þann 19. október sl. og vísaði til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða stækkun lóðarinnar.

3. Víkurhóp 57 - umsókn um byggingarleyfi - 2010031
Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri og Páll Valur. Bjarg íbúðarfélag sækir um byggingarleyfi fyrir 12 íbúða fjölbýlishúsi við Víkurhóp 57. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti og vísar til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða byggingarleyfið.

4. Umsókn um framkvæmdarleyfi - efnistaka í Húsafelli og Fiskidalsfjalli - 2010042
Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. G.G. Sigurðsson óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Húsafelli og Fiskidalsfjalli. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

5. Gatnalýsing LED væðing - 1. hluti Samantekt - 2010004
Til máls tók: Sigurður Óli. Lögð er fram skýrsla um LED væðingu og stýriskápa gatnalýsingar. Óskað er eftir 4.500.000 kr. viðauka á verkefni 32-11504 og fjármagnað með lækkun á verkefni 32-115045. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

6. Gatnalýsing Rekstrarstaða okt. 2020 - 2010006
Til máls tók: Sigurður Óli. Lögð fram greinagerð vegna rekstrarstöðu gatnalýsingar þann 1. október 2020. Óskað er heimildar til verðkönnunar vegna þjónustusamnings gatnalýsingar. Lögð fram beiðni um viðauka við deild 10511 að fjárhæð 2.500.000 kr. sem fjármagnaður er með lækkun á verkefni 32-115045. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

7. Snjómokstur Rekstrarstaða okt. 2020 - 2010005
Til máls tók: Sigurður Óli. Lögð fram greinagerð um rekstrarniðurstöðu snjómoksturs ársins 2020 fram til 27. september 2020. Óskað er viðauka að upphæð 7.800.000 kr. og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

8. Tæknideild - endurnýjun á starfsmannabifreið - 2010007
Til máls tók: Sigurður Óli. Samkvæmt fjárfestingaráætlun Grindavíkurbæjar hefur skipulags- og umhverfissvið heimild til að endurnýja starfsmannabifreið. Fjárheimild er 4.000.000 kr. Fundin hefur verið bifreið sem kostar 4.350.000 kr. Óskað er viðauka fyrir mismuninum eða 350.000 kr. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með þeim 300.000 kr. sem bifreið fyrir vinnuskólann var undir fjárfestingaráætlun og 50.000 kr. með lækkun á handbæru fé. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

9. Samningur um þjónustu um vatn og fráveitu - 2010045
Til máls tóku: Sigurður Óli og Hjálmar. Lagður er fram til samþykktar samningur við NRTF (Naval Radio Transmitter Facility Grindavík) um þjónustu vegna vatns og fráveitu. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

10. Sumarstörf 2020 - 2004020
Til máls tók: Sigurður Óli. Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020 að fjárhæð 80.376.000 kr. sem skiptist þannig að á deild 13031 átaksverkefni fara 43.735.000 kr. og á eignfært fara 36.641.000 kr. Fjármögnun verði með lækkun á áætlun vinnuskólans. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

11. Leiguverð á íbúðum í Víðihlíð - 1902004
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Helga Dís, Páll Valur og Hjálmar. Tillaga Lagt er til að leigufjárhæðir séu miðaðar útfrá fermetrafjölda íbúða með geymslu, eins og stærðir birtast í skráningartöflu hússins og verði eftirfarandi: Eldri íbúðir Minni íbúðir 2.200 kr. á fermetra. Stærri íbúðir 2.050 kr. á fermetra. Nýrri íbúðir Minni íbúðir 2.300 kr. á fermetra. Stærri íbúðir 2.150 kr. á fermetra.

Leigufjárhæðir verði bundnar vísitölu neysluverðs með upphafsvísitölu í október 2020. Jafnframt er lagt til að íbúðaréttur verði endurgreiddur. Í þeim tilvikum sem íbúðaréttur er endurgreiddur fari leiga eftir þessum nýju reglum. Þær íbúðir sem úthlutað verði það sem eftir er árs 2020 verði leigðar út samkvæmt þessum reglum. Að öðru leyti er lagt til að gildistími verði frá og með janúar 2021. Samþykkt samhljóða.

12. Samþykkt fyrir lýðheilsuteymi Grindavíkurbæjar - 2008103
Til máls tók: Sigurður Óli. Lögð fram drög að samþykktum fyrir lýðheilsuteymi Grindavíkurbæjar. Bæjarráð vísar samþykktunum til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkir samþykktirnar samhljóða.

13. Fjárhagsáætlun 2021-2024 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2007003
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur og Páll Valur. Forseti leggur til að áætluninni verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 24. nóvember næstkomandi. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu forseta.

14. Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020 - 2002012
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Hallfríður, bæjarstjóri, Hjálmar, Guðmundur, Helga Dís og Birgitta. Fundargerð 887. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 25. september 2020 er lögð fram til kynningar.

15. Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020 - 2002012
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur og Hallfríður. Fundargerð 888. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 25. september 2020 er lögð fram til kynningar.

16. Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020 - 2002012
Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Páll Valur og Hjálmar. Fundargerð 889. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 25. september 2020 er lögð fram til kynningar.

17. Bæjarráð Grindavíkur - 1559 - 2010003F
Til máls tóku: Sigurður Óli, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Helga Dís, Birgitta, bæjarstjóri, Hallfríður, Hjálmar, Guðmundur og Páll Valur. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

18. Bæjarráð Grindavíkur - 1560 - 2010008F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Hallfríður, Páll Valur, Guðmundur, Birgitta, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar og bæjarstjóri. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

19. Bæjarráð Grindavíkur - 1561 - 2010015F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Hallfríður, Páll Valur, Guðmundur, Birgitta, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar og bæjarstjóri. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

20. Skipulagsnefnd - 78 - 2010014F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hjálmar, Hallfríður, Helga Dís, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Birgitta, Páll Valur og bæjarstjóri. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

21. Fræðslunefnd - 102 - 2009023F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Guðmundur, Hjálmar, Hallfríður, Helga Dís og Birgitta. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

22. Frístunda- og menningarnefnd - 98 - 2010001F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Hallfríður, Helga Dís, Birgitta, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs,Páll Valur og bæjarstjóri. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

23. Afgreiðslunefnd byggingarmála - 48 - 2010013F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Guðmundur, bæjarstjóri og Hjálmar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 23. febrúar 2021

Fundur 515

Skipulagsnefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 83

Bćjarráđ / 16. febrúar 2021

Fundur 1572

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 51

Öldungaráđ / 10. febrúar 2021

Fundur 9

Bćjarráđ / 9. febrúar 2021

Fundur 1571

Frćđslunefnd / 4. febrúar 2021

Fundur 106

Bćjarráđ / 2. febrúar 2021

Fundur 1570

Bćjarstjórn / 26. janúar 2021

Fundur 514

Bćjarráđ / 8. desember 2020

Fundur 1566

Skipulagsnefnd / 18. janúar 2021

Fundur 82

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. janúar 2021

Fundur 50

Frístunda- og menningarnefnd / 13. janúar 2021

Fundur 101

Frćđslunefnd / 7. janúar 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 5. janúar 2021

Fundur 1568

Frístunda- og menningarnefnd / 7. desember 2020

Fundur 100

Bćjarstjórn / 22. desember 2020

Fundur 513

Almannavarnir / 17. desember 2020

Fundur 67

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

Fundur 81

Bćjarráđ / 15. desember 2020

Fundur 1567

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. desember 2020

Fundur 49

Frćđslunefnd / 3. desember 2020

Fundur 104

Bćjarráđ / 26. nóvember 2020

Fundur 1564

Bćjarráđ / 1. desember 2020

Fundur 1565

Skipulagsnefnd / 30. nóvember 2020

Fundur 80

Bćjarstjórn / 24. nóvember 2020

Fundur 512

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 18. nóvember 2020

Fundur 48

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2020

Fundur 79

Bćjarráđ / 10. nóvember 2020

Fundur 1563

Frístunda- og menningarnefnd / 11. nóvember 2020

Fundur 99