Fundur 1560

  • Bćjarráđ
  • 14. október 2020

1560. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 13. október 2020 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnar-fulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. Þekkingar- og nýsköpunarsetur í Grindavík - 2009109
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð fram greinagerð um þekkingar- og nýsköpunarsetur í Grindavík ásamt tillögu að viðbyggingu við Kvikuna. Bæjarráð tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna málið áfram.

2. Samþykkt fyrir lýðheilsuteymi Grindavíkurbæjar - 2008103
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð fram drög að samþykktum fyrir lýðheilsuteymi sem kæmi í stað forvarnateymis. Bæjarráð vísar samþykktunum til bæjarstjórnar.

3. Áskorun um kaup á leikklukku í nýjan íþróttasal - 2009043
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Grindavíkur óskar eftir því að Grindavíkurbær kaupi keppnisklukku í nýja íþróttasalinn. Málinu er vísað til fjárhagsáætlunarvinnunnar.

4. Boð um kaup á uppstoppuðum fuglum - 2007064
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Grindavíkurbæ hefur verið boðið að kaupa safn af uppstoppuðum fuglum. Frístunda- og menningarnefnd telur í ljósi stöðunnar í samfélaginu ekki réttlætanlegt að fjárfesta í safninu. Bæjarráð tekur undir ályktun frístunda- og menningarnefndar.

5. Grindavíkurskip - 2009093
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram erindi frá Ólafi Sigurðssyni og áhugahópi um byggingu áttærings í fullri stærð. Bæjarráð tekur vel í erindið en bendir á að umsóknarfrestur um starfsstyrki á frístunda- og menningarsviði rann út 1. júní sl. Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna áfram í málinu.

6. Stofnun landshlutateymis á Suðurnesjum um málefni fatlaðra barna - 2010021
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt er til að Grindavíkurbær verði aðili að landshlutateymi á Suðurnesjum um málefni fatlaðra barna. Ekki er gert ráð fyrir að kostnaður hljótist af nema þá óverulegur. Bæjarráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að vinna málið áfram.

7. Dagdvöl aldraðra - Aðstaða - 2010024
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Forstöðumaður Miðgarðs óskar eftir því að taka eina íbúð við Austurveg nr. 5 undir dagdvöl aldraðra, a.m.k. tímabundið. Bæjarráð samþykkir erindið tímabundið, eða þar til nýtt félagsheimili fyrir eldri borgara rís. Hjálmar situr hjá.

8. Deiliskipulag - Norðan Hópsbrautar - 1901081
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Niðurstöður verðkönnunar vegna 1. áfanga í hönnun gatnakerfisins í nýju hverfi, Hlíðarhverfi lagðar fram. Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra að semja við lægstbjóðanda, Tækniþjónustu SÁ ehf.

9. Fráveita Grindavíkurbæjar - hönnun og staðarval - 2001029
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Niðurstöður verðkönnunar vegna 1. áfanga í fráveitukerfi Grindavíkurbæjar lagðar fram. Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra að semja við lægstbjóðanda, Jón og Margeir ehf.

10. Stuðningsbréf vegna eldsneytisframleiðslu - 2010022
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsingu um verkefnið og felur bæjarstjóra að undirrita.

11. Tilnefning í samstarfshóp - Samfélagsrannsóknir - 2010019
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð tilnefnir Nökkva Má Jónsson og Thelmu Guðbjörnsdóttur í samstarfshópinn sem fulltrúa Grindavíkurbæjar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:35.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. janúar 2021

Fundur 50

Frístunda- og menningarnefnd / 13. janúar 2021

Fundur 101

Frćđslunefnd / 7. janúar 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 5. janúar 2021

Fundur 1568

Frístunda- og menningarnefnd / 7. desember 2020

Fundur 100

Bćjarstjórn / 22. desember 2020

Fundur 513

Almannavarnir / 17. desember 2020

Fundur 67

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

Fundur 81

Bćjarráđ / 15. desember 2020

Fundur 1567

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. desember 2020

Fundur 49

Frćđslunefnd / 3. desember 2020

Fundur 104

Bćjarráđ / 26. nóvember 2020

Fundur 1564

Bćjarráđ / 1. desember 2020

Fundur 1565

Skipulagsnefnd / 30. nóvember 2020

Fundur 80

Bćjarstjórn / 24. nóvember 2020

Fundur 512

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 18. nóvember 2020

Fundur 48

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2020

Fundur 79

Bćjarráđ / 10. nóvember 2020

Fundur 1563

Frístunda- og menningarnefnd / 11. nóvember 2020

Fundur 99

Hafnarstjórn / 9. nóvember 2020

Fundur 474

Frćđslunefnd / 5. nóvember 2020

Fundur 103

Hafnarstjórn / 14. september 2020

Fundur 473

Hafnarstjórn / 8. júní 2020

Fundur 472

Hafnarstjórn / 6. mars 2020

Fundur 471

Bćjarráđ / 3. nóvember 2020

Fundur 1562

Hafnarstjórn / 6. desember 2019

Fundur 470

Hafnarstjórn / 18. nóvember 2019

Fundur 469

Hafnarstjórn / 9. september 2019

Fundur 468

Hafnarstjórn / 18. júní 2019

Fundur 467

Bćjarstjórn / 27. október 2020

Fundur 511