Fundur 1559

  • Bćjarráđ
  • 8. október 2020

1559. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 6. október 2020 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka á dagskrá mál með afbrigðum sem 11. mál á dagskrá:
Kórónuveiran COVID-19 - mál 2003020.
Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Undirbúningur - Opið bókhald Grindavíkurbæjar - 1902005
Hallgrímur Arnarsson frá KPMG fór yfir drög að opnu bókhaldi Grindavíkurbæjar í gegnum Teams.

2. Fráveita Grindavíkurbæjar - útrás 1. áfangi - 2010003
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Gögn vegna fyrsta áfanga í gerð útrásar frá Bakkalág austur með vegi á Hópsnesinu og út fyrir hafnargarða eru tilbúin. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs óskar heimildar til að setja verkefnið í gang. Bæjarráð samþykkir að setja verkefnið í gang.

3. Rafhleðslustöðvar - mögulegar staðsetningar og kostnaðargreining - 1709062
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Rafhleðslustöðvar kynntar. Bæjarráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

4. Tæknideild - endurnýjun á starfsmannabifreið - 2010007
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Samkvæmt fjárfestingaráætlun Grindavíkurbæjar þá hefur skipulags- og umhverfissvið heimild til að endurnýja starfsmannabifreið. Fjárheimild er 4.000.000 kr. Fundin hefur verið bifreið sem kostar 4.350.000 kr. Óskað er viðauka fyrir mismuninum eða 350.000 kr. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með þeim 300.000 kr. sem bifreiða fyrir vinnuskólann var undir áætlun fjárfestingaráætlunar og svo 50.000 kr. með handbæru fé. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

5. Gatnalýsing LED-Væðing -1. hluti samantekt - 2010004
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð er fram skýrsla um LED-væðingu og stýriskápa gatnalýsingar. Óskað er eftir 4.500.000 kr. viðauka á verkefni 32-11504 og fjármagnað með lækkun á verkefni 32-115045. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

6. Gatnalýsing rekstrarstaða okt. 2020 - 2010006
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð fram greinagerð vegna rekstrarstöðu gatnalýsingar þann 1. október 2020. Óskað er heimildar til verðkönnunar vegna þjónustusamnings gatnalýsingar. Lögð fram beiðni um viðauka við deild 10511 að fjárhæð 2.500.000 kr. sem fjármagnaður er með lækkun á verkefni 32-115045. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

7. Snjómokstur rekstrarstaða okt. 2020 - 2010005
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð fram greinagerð um rekstrarniðurstöðu snjómoksturs ársins 2020 fram til 27. september 2020. Óskað er viðauka að upphæð 7.800.000 kr. og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

8. Sumarstörf 2020 - 2004020
Lagt fram yfirlit yfir átaksverkefni sumarið 2020 og sundurliðuðum kostnaði. Samþykktur var í vor viðauki að fjárhæð 122,2 milljónir króna í átaksverkefni. Niðurstaða er að átaksverkefnið fór í 80,376 milljónir og er hér lögð fram beiðni um viðauka til að útdeila því fé niður á deildir. Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020 að fjárhæð 80.376.000 kr. sem skiptist þannig að á deild 13031 Átaksverkefni fara 43.735.000 kr. og á eignfært fara 36.641.000 kr. Fjármögnun verði með lækkun á áætlun vinnuskólans. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

9. Heiðursviðurkenning - 2010010
Bæjarráð samþykkir að veita Rafael Molés og Pepe Andreu viðurkenningu í tilefni af heimildarmyndinni Lobster Soup sem tekin var upp hér í Grindavík. Bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram.

10. Fjárhagsáætlun 2021-2024 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2007003
Gögn forstöðumanna vegna fjárhagsáætlunar 2021-2024 eru lögð fram ásamt málaflokkayfirliti 2016-2021.

11. Kórónuveiran COVID-19 - 2003020
Bæjarráð hvetur bæjarbúa að fara eftir þeim sóttvarnarreglum sem settar hafa verið í ljósi neyðarástands vegna Covid 19. Bæjarráð beinir því til forstöðumanna hjá Grindavíkurbæ að tryggja sóttvarnir í skólum og öðrum stofnunum bæjarins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 20. júlí 2021

Bćjarráđ, fundur nr. 1588

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 7. júlí 2021

Fundur 54

Bćjarráđ / 6. júlí 2021

Fundur 1587

Almannavarnir / 24. júní 2021

Fundur 72

Bćjarráđ / 29. júní 2021

Fundur 1586

Bćjarráđ / 22. júní 2021

Fundur 1585

Skipulagsnefnd / 21. júní 2021

Fundur 88

Öldungaráđ / 18. júní 2021

Fundur 10

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. júní 2021

Fundur 51

Bćjarráđ / 15. júní 2021

Fundur 1584

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 8. júní 2021

Fundur 1583

Skipulagsnefnd / 31. maí 2021

Fundur 87

Frćđslunefnd / 3. júní 2021

Fundur 110

Bćjarstjórn / 25. maí 2021

Fundur 518

Hafnarstjórn / 21. maí 2021

Fundur 477

Bćjarráđ / 18. maí 2021

Fundur 1582

Skipulagsnefnd / 17. maí 2021

Fundur 86

Bćjarráđ / 11. maí 2021

Fundur 1581

Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2021

Fundur 104

Bćjarráđ / 4. maí 2021

Fundur 1580

Bćjarstjórn / 27. apríl 2021

Fundur 517

Bćjarráđ / 23. mars 2021

Fundur 1576

Bćjarráđ / 6. apríl 2021

Fundur 1577

Skipulagsnefnd / 19. apríl 2021

Fundur 85

Bćjarráđ / 20. apríl 2021

Fundur 1579

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. apríl 2021

Fundur 53

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. apríl 2021

Fundur 50

Bćjarráđ / 13. apríl 2021

Fundur 1578

Frćđslunefnd / 8. apríl 2021

Fundur 108