Ađalfundur Slysavarnadeildarinnar Ţórkötlu 2020

  • Fréttir
  • 15. september 2020

Aðalfundur 2020 verður haldinn fimmtudaginn 1. október kl. 20 í húsi deildarinnar að Seljabót 10 (björgunarsveitarhúsið)

Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf
Kosning stjórnar
Kosning skoðunarmanna reikninga
Lagabreytingar (sjá hér neðar)
Önnur mál

Boðið verður upp á veitingar frá Hjá Höllu
Munið kaffigjaldið
Nýjar félagskonur alltaf velkomnar
Kveðja stjórnin 

ATHUGIÐ Skráningu á fundinn:
Vegna kórónuveirunnar og samkomutakmarkana þá verða konur að skrá sig á fundinn ef þær ætla að mæta. Skráning fer fram hjá Gunnu Stínu formanni í síma 860-8928 eða með tölvupósti gunnastina80@gmail.com. Fundurinn verður haldinn í samræmi við reglur sem eru í gildi þann dag sem fundurinn fer fram.

Lagabreytingar
Stjórn Þórkötlu leggur til lagabreytingu á 5. grein laga Slysavarnadeildarinnar Þórkötlu. 
Greinin hljóðar svo: 


Aðalfund skal halda eigi síðar en fyrir lok marsmánaðar ár hvert. Fundinn skal boða með minnst viku fyrirvara með opinberri auglýsingu eða bréfi til félagsmanna. Aðalfundur er aðeins löglegur ef löglega hefur verið til hans boðað. Á aðalfundi gerir stjórn grein fyrir störfum sínum á liðnu starfsári og leggur fram endurskoðaða reikninga og skulu þeir bornir upp til samþykktar. Á aðalfundi skal kjörin 7 manna stjórn, formaður, ritari, gjaldkeri og fjórir meðstjórnendur. Einnig skulu þar kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.

Stjórn leggur til að greinin breytist þannig: 


Aðalfund skal halda eigi síðar en fyrir lok marsmánaðar ár hvert. Fundinn skal boða með minnst viku fyrirvara með opinberri auglýsingu eða bréfi til félagsmanna. Aðalfundur er aðeins löglegur ef löglega hefur verið til hans boðað. Á aðalfundi gerir stjórn grein fyrir störfum sínum á liðnu starfsári og leggur fram endurskoðaða reikninga og skulu þeir bornir upp til samþykktar. Á aðalfundi skal kjörin 5 manna stjórn auk 2 varamanna. Stjórn skiptir með sér verkum eigi síðar en á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Einnig skulu þar kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Tónlistaskólafréttir / 14. júlí 2021

Tónlistarskóli Grindavíkur á N4

Fréttir / 8. júlí 2021

Hvolpasveitin í Grindavík

Fréttir / 6. júlí 2021

Gamli bćrinn og sveitin í Grindavík

Fréttir / 23. júní 2021

Ađstođarmatráđur óskast í 50% stöđu

Fréttir / 1. júlí 2021

Vel heppnađar smiđjur í Kvikunni

Fréttir / 1. júlí 2021

Hekla Eik besti ungi leikmađurinn

Fréttir / 25. júní 2021

Klara Bjarnadóttir nýr formađur UMFG