Íbúafundur í Gjánni kl. 18:00

  • Fréttir
  • 9. september 2020

Í dag klukkan 18:00 fer fram íbúafundur í Gjánni þar sem deiliskipulag norðan Hópsbrautar verður kynnt. Fundurinn verður einnig sýndur í beinni á YouTube rás bæjarins sem nálgast má hér. Verkfræðistofan Efla hefur unnið myndband þar sem sjá má betur skipulag svæðisins en myndbandið má nálgast hér á Facebook síðu Grindavíkurbæjar.

Eftir að skipulagið fer í auglýsingu þá hafa íbúar og aðrir hagsmunaaðilar 6 vikur til að koma með ábendingar eða gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna.

Uppbygging í Grindavík hefur gengið vel undanfarin ár og mikil ásókn hefur verið í nýjar lóðir. Lítið er eftir af lóðum samkvæmt samþykktum deiliskipulagsáætlunum. Unnið er að gerð deiliskipulagsins til að mæta fyrirhugaðri eftirspurn lóða fyrir íbúðarbyggð. Skipulagssvæðið er um 30 hektarar að stærð. Áætlað er að á svæðinu rísi blönduð íbúðarbyggð ásamt leikskóla sem samræmist gildandi Aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030. 

Megináhersla deiliskipulagsins er að afmarka lóðir og skilgreina byggingarreiti fyrir íbúðarbyggð og samfélagsþjónustu. Þá þarf að setja skilmála fyrir uppbyggingu innan fyrirhugaðs íbúðar-og þjónustusvæðis í samræmi við lög og reglur. Einnig verður lagður grunnur að vönduðum frágangi bygginga og uppbyggingar innan svæðisins. Þá er eitt markmiðið að stuðla að sjálfbæru og umhverfisvænu skipulagi með heildstæðu yfirbragði í sátt við umhverfi og samfélag. Skilgreindar verða öruggar umferðaleiðir fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur. Gert er ráð fyrir að fjöldi íbúðaeininga verði á bilinu 307 til 384. 

Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Grindavíkurbær hér með tillögu að nýju deiliskipulagi íbúðabyggðar norðan Hópsbrautar. 
Tillagan gerir ráð fyrir íbúðabyggð með fjölbreyttum íbúðum, leikskóla og er heimild fyrir hverfisverslun/hverfisþjónustu. Gert er ráð fyrir lágreistri íbúðabyggð, 1-3 hæðir, sem fellur vel að landi, allt að 400 íbúðir. 
 
Deiliskipulagstillagan er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.grindavik.is og verður til sýnis á bæjarskrifstofunum að Víkurbraut 62 frá og með 2.september 2020 til og með 15. október 2020.
 
Athugasemdum eða ábendingum við kynnta tillögu skal skila skriflega til skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavík eða með tölvupósti á atligeir@grindavik.is fyrir lok dags 15.10.2020. 
 
Atli Geir Júlíusson
sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Tónlistaskólafréttir / 14. júlí 2021

Tónlistarskóli Grindavíkur á N4

Fréttir / 8. júlí 2021

Hvolpasveitin í Grindavík

Fréttir / 6. júlí 2021

Gamli bćrinn og sveitin í Grindavík

Fréttir / 23. júní 2021

Ađstođarmatráđur óskast í 50% stöđu

Fréttir / 1. júlí 2021

Vel heppnađar smiđjur í Kvikunni

Fréttir / 1. júlí 2021

Hekla Eik besti ungi leikmađurinn

Fréttir / 25. júní 2021

Klara Bjarnadóttir nýr formađur UMFG