Bćjarráđ, fundur nr. 1553

  • Bćjarráđ
  • 15. júlí 2020

1553. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 14. júlí 2020 og hófst hann kl. 16:00.


Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson,  formaður, Sigurður Óli Þórleifsson,  varaformaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir,  aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi. Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson,varamaður,
Einnig sat fundinn:
Jón Þórisson,  sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs,

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.


Dagskrá:

1.     Klappir grænar lausnir - ósk um viðauka - 2007001
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Bæjarráð samþykkir að segja samningnum upp en vísa málinu í áætlunarvinnu fyrir næsta ár og þar verði tekin ákvörðun um áframhald.
        
2.     Efrahóp 29 - húsgrunnur á lóð - 2006069
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Íbúar við EfraHóp leggja fram kvörtun vegna húsgrunns á lóð Efrahópi 29. Lóðin er í eigu Grindavíkurbæjar. 

Sigurður Óli víkur af fundi við umræður og afgreiðslu málsins. 

Bæjarráð samþykkir að fjarlægja grunninn og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram. 

        
3.     Innri leiga Eignasjóðs - viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - 2007043
    Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna endurreiknings á innri leigu eignasjóðs. 

Um er að ræða hækkun gjalda aðalsjóðs um 18.226.993 kr. og þjónustumiðstöðvar um 3.409.271 kr. Fjármögnunin er með hækkun tekna eignasjóðs um 21.636.264 kr. 

Bæjarráð samþykkir viðaukann.
        
4.     Skatttekjur 2020 - 2007054
    Lagt fram yfirlit yfir innheimtu staðgreiðslu og fasteignagjalda árin 2010-2020. 
        
5.     Innri langtímalán Grindavíkurbæjar - 2006077
    Lagt fram yfirlit yfir lánsfjárþörf B-hluta fyrirtækja Grindavíkurbæjar. 

Bæjarráð vísar lánaskjölunum til bæjarstjórnar til samþykktar.
        
6.     Fjárhagsáætlun 2021-2024 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2007003
    Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. júlí 2020 um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2021 og fjárhagsáætlana til þriggja ára lagt fram.
        
7.     Fasteignagjöld 2021 - 2007050
    Lögð fram áætlun fasteignagjalda fyrir árið 2021 miðað við óbreyttar álagningarforsendur. 

Heildarfasteignamat í Grindavík er að hækka um 7,7% milli ára en hækkun íbúðarhúsnæðis er um 11%.
        
8.     Leikskólinn Laut - Umsókn um launalaust leyfi - 2007046
    Starfsmaður leikskólans Lautar óskar eftir launalausu leyfi til eins árs. 
Fyrir liggur jákvæð umsögn leikskólastjóra. 

Bæjarráð samþykkir leyfið.
        
9.     Jafnréttis- og aðgerðaáætlun UMFG - 2007051
    Lagt fram minnisblað um ákvæði er snúa að jafnréttismálum í samstarfssamningi Grindavíkurbæjar og aðalstjórnar UMFG og samskipta sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs við aðalstjórn UMFG vegna jafnréttismála innan félagsins. 

Bókun 
Síðastliðinn vetur gerði Grindavíkurbær tímamótasamning við UMFG, voru styrkir hækkaðir umtalsvert og sameiginlegur framkvæmdarstjóri ráðinn til félagsins. Fulltrúi B lista telur þetta vera jákvæðar breytingar. En í ljósi umræðu innan knattspyrnudeildar nú í sumar, þá vill fulltrúi B lista árétta, að nú er árið 2020 og öll mismunum kynjanna er ekki boðleg. Afreksþjálfun ungra iðkenda er vandmeðfarin, eftirfarandi grein er í samstarfssamningi UMFG og Grindavíkurbæjar: „að tryggt sé að stúlkur og drengir fái jöfn tækifæri til að stunda íþróttir og jafnræðis sé gætt þegar kemur að ráðningu þjálfara fyrir kynin, úthlutun æfingatíma o.s.frv.“ Fulltrúi B lista gerir þá kröfu á stjórn knattspyrnudeildar og barna- og unglingaráðs að standa við ákvæði samningsins og gæta þess að jafnrétti sé ávallt haft í fyrirrúmi. Afreksþjálfarar verða að deila sínum tíma jafnt á milli kynja. 
Fulltrúi B-lista.
        
10.     Ábending frá Réttindagæslumanni fatlaðs fólks í Hafnafirði og á Suðurnesjum. - 2007053
    Bæjarráð áréttar samþykktir frá 18. febrúar 2020 í bæjarráði "jafnframt skal starfsfólk tryggja eftir mætti lyfjagjafir í öðrum tilvikum ef mælt er fyrir um það í læknisvottorði að lyfjagjöf á skólatíma sé nauðsynleg fyrir heildstæða velferð og líðan barnsins". 

Bæjarráð felur sviðsstjóra félagsmála- og fræðslusviðs að svara erindinu og koma málinu í ásættanlegan farveg.
        
11.     Forkaupsréttur vegna sölu á skipinu Sturla GK-124 - 2007031
    Bæjarráð samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti.
        
12.     Öldungaráð Suðurnesja - fundargerð - 2007047
    Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
13.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 46 - 2007002F 
    Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
14.     Umhverfis- og ferðamálanefnd - 46 - 2007001F 
    Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 22. nóvember 2021

Fundur 92

Bćjarráđ / 23. nóvember 2021

Fundur 1599

Bćjarráđ / 16. nóvember 2021

Fundur 1598

Bćjarráđ / 2. nóvember 2021

Fundur 1596

Bćjarráđ / 9. nóvember 2021

Fundur 1597

Frístunda- og menningarnefnd / 8. nóvember 2021

Fundur 109

Bćjarstjórn / 26. október 2021

Fundur 521

Skipulagsnefnd / 21. október 2021

Fundur 91

Frístunda- og menningarnefnd / 6. október 2021

Fundur 108

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. október 2021

Fundur 54

Bćjarráđ / 19. október 2021

Fundur 1595

Bćjarráđ / 5. október 2021

Fundur 1593

Bćjarstjórn / 28. september 2021

Fundur 520

Bćjarráđ / 21. september 2021

Fundur 1592

Skipulagsnefnd / 20. september 2021

Fundur 90

Afgreiđslunefnd byggingamála / 15. september 2021

Fundur 53

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 15. september 2021

Fundur 55

Bćjarráđ / 14. september 2021

Fundur 1591

Frćđslunefnd / 6. maí 2021

Fundur 109

Frćđslunefnd / 2. september 2021

Fundur 111

Frístunda- og menningarnefnd / 8. september 2021

Fundur 107

Bćjarráđ / 7. september 2021

Fundur 1590

Bćjarstjórn / 31. ágúst 2021

Fundur 519

Skipulagsnefnd / 26. ágúst 2021

Fundur 89

Frístunda- og menningarnefnd / 18. ágúst 2021

Fundur 106

Bćjarráđ / 24. ágúst 2021

Fundur 1589

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2021

Fundur 52

Bćjarráđ / 20. júlí 2021

Bćjarráđ, fundur nr. 1588

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 7. júlí 2021

Fundur 54

Bćjarráđ / 6. júlí 2021

Fundur 1587