Menntastofnun í túninu heima

  • Fréttir
  • 30. júní 2020

Fisktækniskóli Íslands menntar fólk í sjávarútvegi en um 80 nemendur stunda nú nám í Fisktækniskóla Íslands á fimm brautum hér í Grindavík. Fullskipað er í flestar framhaldsdeildir.  Þá munu um 50 nemendur stunda nám í Fisktækni samkvæmt braut skólans á þessu ári, í samstarfi við fræðsluaðila og fyrirtæki víða um land. Við tókum púlsinn á þessum einstaka skóla í voru fyrir Járngerði sem kom út á dögunum og má lesa í heild sinni hér. 

Frá því Fisktækniskólinn fékk formlega viðurkenningu Menntamálaráðherra sem framhaldsskóli árið 2012 hafa yfir 150 einstaklingar lokið tveggja ára námi í fisktækni, yfir 50 í gæðastjórnun, 36 í Marel-vinnslutækni, 4 í fiskeldi og 4 í veiðafæratækni (netagerð) eða alls um 250 nemendur. 

Frá útskrift Fisktækniskólans haustið 2019 sem fram fór í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga

Flestir beint á vinnumarkaðinn

Flestir útskrifaðir hafa farið beint á vinnumarkaðinn í vel launuð störf að loknu námi, en fjöldi  hefur einnig notað þennan grunn til áframhaldandi náms, svo sem í öðrum framhaldsskólum eða áfram til háskólanáms. 

Háskólanám í kjölfarið

Þrír nemendur frá skólanum stunda nú nám í Sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri, en aðrir hafa farið til framhaldsnáms í Háskólanum að Hólum, Bifröst og Háskólanum í Reykjavík.

Aðsóknin mjög góð síðustu ár

Aðsóknin hefur verið góð síðustu árin, en þó verður að teljast óvenjulegt hvað fáir ungir nemendur af Suðurnesjum hafa innritað sig í skólann að loknu námi í grunnskóla.   
Í Fisktækniskólanum er góður félagsandi og nemendur upplifa heilmikið saman, auk þess en Fisktækniskólinn er í góðu samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hafa nemendur hjá okkur möguleika á að stunda nám á báðum stöðum frá og með hausti 2020 og þá einnig tekið þátt í félagslífinu þar.

Hópa- og fyrirtækjanámskeið í boði

Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir fyrir- tæki sem hafa það að leiðarljósi að bæta þekkingu starfsmanna sinn. 

Nemendur úr Grindavík sem stunda nám við Fisktækniskólann

Sérsniðin námskeið

Námskeiðin hafa verið sérsniðin fyrir hvert fyrirtæki eða haldin námskeið fyrir blandaða hópa úr ýmsum greinum sjávarútvegsins.  
Fisktækniskóli Íslands hefur verið í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar/ (Fræðslumiðstöð atvinnulífsins) um allt land sem hafa boðið upp á grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk. 
Grunnnámskeið fyrir fiskavinnslufólk er skipt í 12 námsþætti. Námið er ætlað þeim sem starfa við verkun og vinnslu sjávarafla, það er í flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðarverkun, rækju- og skelvinnslu. Markmið námsins er að auka þekkingu starfsmanna á vinnslu sjávarafla og meðferð aflans allt frá veiðum og að borði neytandans ásamt því að styrkja faglega hæfni starfsmanna. Hægt er að setja upp námskeið eftir óskum hvers og eins um tíma og staðsetningu. Við erum alltaf tilbúin að setjast niður og skoða hvað það er sem viðskiptavinurinn leitar að. 

Menntastofnun  í túninu heima

Fisktækniskóli Íslands í Grindavík hefur m.a. það hlutverk að mennta fólk í sjávarútvegi að loknum grunnskóla og að bjóða ungu fólki á Suðurnesjum nám á framhaldskólastigi á sviði veiða, vinnslu og fiskeldi. Námið er tveggja ára nám í fisktækni og enn fremur er hægt að sérhæfa sig í veiðafæratækni, gæðastjórnun, fiskeldi og Marel tækni með því að taka þriðja árið.

Mikil eftirspurn eftir fólki

Gríðarleg eftirspurn er eftir fólki sem hefur sérhæft sig í þessum greinum sjávarútvegsins enda hefur þróunin og nýsköpunin sem átt hefur sér stað innan atvinnugreinarinnar verið ótrúleg á síðustu misserum.
Við erum í samstarfi við aðra framhaldsskóla á landinu, námið er þá skipulagt þannig að bóklegar greinar voru kenndar hjá framhaldsskólanum aðrar sérhæfðar námsgreinar skipulagðar í samstarfi við Fisktækniskólann sem sér um kennsluna t.d. með fjarnám í stökum áföngum eða með staðarlotum. 

Á síðast ári voru útskrifaðir fisktæknar frá Menntaskólinn Tröllaskaga tuttugu mans, síðan er það í annað sinn sem við erum að útskrifa frá Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra og voru það tíu manns að þessu sinni sem útskrifuðust þaðan, að lokum er það Framhaldsskólinn Austur Skaftafellssýslu og þaðan útskrifuðust átta manns í heildina á síðast ári þá útskrifuðust 46 fisktæknar á landi öllu frá okkur.

Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein á þessu svæði og landinu öll. Við bjóðum við upp á nám í samstarfi við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum á síðast ári var það í fyrsta skiptið sem við útskrifuðum þrjá fiskeldismenn.

Gæðastjórnunar námið hefur verið mjög vinsælt hjá okkur á hverju ári erum við að útskrifa um tíu einstaklinga sem gæðastjóra, námið skapar mikla starfsmöguleikar við gæðamál í sjávarútvegi og öllum almenna matvælaframleiðslum.

Með aukinni tækjavæðingu eru margar fiskvinnslur búnar fullkomnum vinnslulínum, tækjum og hugbúnaði til framleiðslustýringar. Vinnslurnar eru orðnar hátækivinnslur sem þurfa starfsfólk með þekkingu til að stýra búnaði og tækjum til að hámarka afköst og á sama tíma halda góðum gæðum á síðasta ári útskrifuðum við átta Marel vinnslutækna.

Samstarf við símenntunarmiðstöðvar

Skólinn hefur verið að bjóða upp á ýmis námskeið í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar um allt land t.d. eins sérhæfður fiskvinnslumaður og HACCP námskeið sem hafa verið vel sótt hjá okkur um tvö hunduð manns kom á slík námskeið hjá okkur á landsvísu.
Sú hefð hefur komist á að við bjóðum upp á, á hverju ári smáskipa-námið 12 m og styttri og hefur alltaf verið góða þátttaka  og útskrifuðuð 10 manns á síðast ári.

Nýtt námsframboð á framhaldsskólastigi í samstarfi við Sjávarklasann

Það er kennt í Húsi Sjávarklasans við Grandagarð í Reykjavík. Framþróun í vinnslu afurða, vöruþróunar, tækni og rannsókna hefur á síðustu árum leitt af sér gífurlegan vöxt innan „Bláa hagkerfisins“ á Íslandi.   
Fisktækniskóli Íslands og Sjávarklasinn hafa nú tekið höndum saman og skipulagt nám á framhaldsskólastigi, sem hefur að markmiði að þjálfa fólk til þátttöku í þessari þróun og mæta kröfum um aukna nýsköpun og frumkvöðlastarf. 
 

Hæfni til að skapa nýjungar er afar mikilvæg fyrir komandi kynslóðir. Atvinnulífið hefur verið að kalla eftir starfsfólki sem býr yfir frumkvæði, skapandi hugsun, forritunar-, iðn- og tæknihæfni og er lausnamiðað, til að takast á við þessar framtíðaráskoranir.

Mörg sóknarfæri

Sóknarfærin eru mörg og fjölbreytt innan Bláa hagkerfisins sem er ein af meginstoðum íslensks efnahagslífs með fjölbreytt og öflugt fagsvið í alþjóðlegu umhverfi.

Námið byggir á grunni námsbrautar Fisktækniskóla Íslands um hráefnisvinnslu, en þar að auki verður lög mikil áhersla á vöruþróun, frumkvöðlaþjálfun. 

Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda sem meðal annars felst í því að stofna, reka fyrirtæki sem byggir á eigin viðskiptaáætlun, nýsköpunarhugmynd/ viðskiptahugmynd og vinna síðan að markaðsrannsókn.

Til hverra höfðar námið?

Námið höfðar til fólks með reynslu af vinnumarkaði, sem hefur áhuga á nýsköpun og stefnir á vinnu eða rekstur eigin fyrirtækis innan bláa hagkerfisins.  Lögð verður áhersla á kynningu á nýjum vörum og þjónustu á hinum ýmsu sviðum innan Bláa hagkerfisins - frá vinnslu til vöruþróunar, markaðssetningu og sölu. 

Hægt er að skoða allt það nám sem í boði er inni á vefsíðu Fisktækniskóla Íslands hér: www.fiskt.is 

Nemendur fóru í kajak ferð sem starfsfólki skólans

Á myndinni efst má sjá hóp nemenda og starfsfólks á Sjávarútvegssýningunni sem fram fór á síðasta ári.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Tónlistaskólafréttir / 14. júlí 2021

Tónlistarskóli Grindavíkur á N4

Fréttir / 8. júlí 2021

Hvolpasveitin í Grindavík

Fréttir / 6. júlí 2021

Gamli bćrinn og sveitin í Grindavík

Fréttir / 23. júní 2021

Ađstođarmatráđur óskast í 50% stöđu

Fréttir / 1. júlí 2021

Vel heppnađar smiđjur í Kvikunni

Fréttir / 1. júlí 2021

Hekla Eik besti ungi leikmađurinn

Fréttir / 25. júní 2021

Klara Bjarnadóttir nýr formađur UMFG