Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag

  • Fréttir
  • 30. júní 2020

Í dag klukkan 16:00 verður 508. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsalnum við Víkurbraut 62. Fundinum verður einnig streymt á YouTube rás Grindavíkurbæjar. 

Dagskrá:

Almenn mál

1.     1501158 - Endurskoðun Aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030.
    Endurskoðað aðalskipulag var tekið fyrir eftir auglýsingu skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga á síðasta fundi skipulagsnefndar. Þar fjallaði nefndin um innkomnar athugasemdir og umsagnir opinbera aðila og viðbrögð sveitarfélagsins við þeim. 

Skipulagsnefnd samþykkti endurskoðað aðalskipulag með áorðnum breytingum eftir auglýsingu og vísar afgreiðslu þess til bæjarstjórnar í samræmi við 2.mgr. 32.gr. skipulagslaga.
        
2.     2006020 - Suðurhóp 2 (Áfangi 2 við Hópskóla)- umsókn um byggingarleyfi
    Umsókn um byggingarleyfi við Suðurhóp 2. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir stækkun á Hópskóla. 

á 74. fundi skipulagsnefndar samþykkti nefndin byggingaráformin fyrir sitt leyti og vísar til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
        
3.     2006045 - Norðurhóp 66 Umsókn um byggingarleyfi
    Endurnýjun á umsókn um byggingarleyfi á þegar samþykktum teikningum við Norðurhóp 66. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir 3.hæða fjölbýlishúsi. 

Á 74.fundi skipulagsnefndar samþykkti nefndin byggingaráformin fyrir sitt leyti og vísaði til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
        
4.     2006035 - Innkaup- Rammasamningur Ríkiskaupa
    Grindavíkurbær er aðili að rammasamningi ríkiskaupa. Þau markmið sem lagt er upp með í rammasamningi eru ekki að nást, þ.e. í rammasamningi eru ekki endilega hagstæðustu verð. Lagt er til að hætta aðild að rammasamningi og aðlaga innkaupareglur bæjarins að því. Bæjarráð lagði til á fundi þann 23.júní sl. til við bæjarstjórn að Grindavíkurbær hætti í rammasamningi ríkiskaupa og að innkaupareglur bæjarins verði lög um opinber innkaup.
        
5.     2004016 - Bjarg íbúðafélag - Um húsnæðissjálfseignastofnun
    Húsnæðis- og mannvirkjastofnun óskar eftir staðfestingu bæjarfélagsins vegna veitingar 12% stofnframlags til byggingar á 12 íbúðum að Víkurhópi 57 á vegum Bjargs íbúðafélags. Áætlaður heildarkostnaður er 326.861.326 kr. og hlutur Grindavíkurbæjar 39.223.359 kr. að meðtöldum gatnagerðargjöldum, tengigjöldum og byggingarleyfisgjöldum sem sem teljast hluti af stofnframlagi bæjarfélagsins. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta stofnframlag Grindavíkurbæjar.
        
6.     1909020 - Félagsaðstaða eldri borgara
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi aðilar verði skipaðir í starfshóp um byggingu félagsheimilis fyrir aldraða: Stefanía S Jónsdóttir og Hjálmar Hallgrímsson. Öldungaráð skipi þriðja fulltrúann. 
Í fundargerð nr. 7 hjá öldungaráði er Ágústa Gísladóttir tilnefnd í starfshópinn, sbr. 12. mál á dagskrá. 

Bæjarráð leggur til að greitt verði fyrir setu í starfshópnum. 
Ekki er gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun og því þarf að samþykkja viðauka fyrir árið 2020.
        
7.     1809007 - Ósk um aðstöðu fyrir Pílufélag Grindavíkur
    Samningur við Pílufélag Grindavíkur lagður fram til staðfestingar. Frístunda- og menningarnefnd og bæjarráð hafa samþykkt samninginn fyrir sitt leyti.
        
8.     2006024 - Túngata 15-17 - ósk um viðauka
    Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2020 á launalykla hjá sambýlinu við Túngötu að fjárhæð 2.932.000 kr. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
        
9.     2001073 - Greiðslur fyrir farsíma
    Lögð fram tillaga að reglum um þátttöku Grindavíkurbæjar í farsímakostnaði starfsmanna vegna nota í þágu bæjarins. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.
        
10.     2002028 - Óskipt land Þórkötlustaða
    Á 1552. fundi bæjarráðs voru lögð fram gögn vegna kaupa á smæstu hlutum í hinu óskipta landi. Kaupverð eignarhlutanna yrði á grundvelli útreikninga sem fram voru lagðir á fundinum. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna málið áfram. Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárfestingaáætlun 2020 að fjárhæð 9.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
        
11.     2005081 - Heimild til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar
    Með vísan til 8. gr. samþykkta um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar leggur forseti til að fundir bæjarstjórnar verði felldir niður júlí í sumarleyfi bæjarstjórnar og bæjarráð hafi þann tíma þær heimildir til afgreiðslu mála sem lög leyfa.
        
Fundargerðir til kynningar

12.     2002006 - Fundargerðir - Öldungaráð Grindavíkurbæjar 2020
    Fundargerð 7. fundar öldungaráðs Grindavíkurbæjar, dags. 15. júní 2020.
        
13.     2002012 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020
    Fundargerð 884. fundar dags. 20. maí 2020 lögð fram.
        
14.     2002012 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020
    Fundargerð 885. fundar dags. 12. júní 2020 lögð fram.
        
15.     2005018F - Bæjarráð Grindavíkur - 1549
        
16.     2006008F - Bæjarráð Grindavíkur - 1550
        
17.     2006016F - Bæjarráð Grindavíkur - 1551
        
18.     2006018F - Bæjarráð Grindavíkur - 1552
        
19.     2005011F - Skipulagsnefnd - 73
        
20.     2006017F - Skipulagsnefnd - 74
        
21.     2006003F - Frístunda- og menningarnefnd - 96
        
22.     2006001F - Fræðslunefnd - 98
        
23.     2006007F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 472
        
24.     2006011F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 45
        
25.     2006014F - Afgreiðslunefnd byggingarmála - 45

        

26.06.2020
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Tónlistaskólafréttir / 14. júlí 2021

Tónlistarskóli Grindavíkur á N4

Fréttir / 8. júlí 2021

Hvolpasveitin í Grindavík

Fréttir / 6. júlí 2021

Gamli bćrinn og sveitin í Grindavík

Fréttir / 23. júní 2021

Ađstođarmatráđur óskast í 50% stöđu

Fréttir / 1. júlí 2021

Vel heppnađar smiđjur í Kvikunni

Fréttir / 1. júlí 2021

Hekla Eik besti ungi leikmađurinn

Fréttir / 25. júní 2021

Klara Bjarnadóttir nýr formađur UMFG