Minja- og sögufélagiđ fćrđi Grindavíkurbć eintak af Northern Captives

  • Fréttir
  • 23. júní 2020

Árið 1627 var framið svokallað Tyrkjarání Grindavík. Nú er komin út bókin Northern Captives sem fjallar um ránið. Bókin er á ensku en gert er ráð fyrir að síðar komi bókin út á íslensku. Þetta er fyrsta bókin sem skrifuð hefur verið um þennan atburð en það voru sjóræningjar frá borginni Sale í Marokkó á vesturströnd Afríku sem hertóku fjölda manns í Grindavík. Í kjölfarið var siglt með fólkið aftur til Sale þar sem það var selt á þrælamarkaði í borginni. 

Höfundar bókarinnar eru Adam Nichols, prófessor við Maryland háskóla í Bandaríkjunum og Karl Smári Hreinsson íslenskufræðingur. Bókin er gefin út af Sögu Akademíu í samstarfi við Minja- og sögufélag Grindavíkur en Grindavíkurbær styrkir útgáfu bókarinnar. 

Meðfylgjandi mynd er tekin þegar Hallur Gunnarsson, formaður Minja- og sögufélagsins færði Fannari Jónassyni eintak af bókinni. Bókin er til sölu í Kvikunni, menningarhúsi.  

Fyrir áhugasama má lesa stutta umfjöllun um Tyrkjaránið á Vísindavef Háskóla Íslands. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Tónlistaskólafréttir / 14. júlí 2021

Tónlistarskóli Grindavíkur á N4

Fréttir / 8. júlí 2021

Hvolpasveitin í Grindavík

Fréttir / 6. júlí 2021

Gamli bćrinn og sveitin í Grindavík

Fréttir / 23. júní 2021

Ađstođarmatráđur óskast í 50% stöđu

Fréttir / 1. júlí 2021

Vel heppnađar smiđjur í Kvikunni

Fréttir / 1. júlí 2021

Hekla Eik besti ungi leikmađurinn

Fréttir / 25. júní 2021

Klara Bjarnadóttir nýr formađur UMFG