Fagradalsfjall: Fjalliđ sem breytti mannkynssögunni

  • Fréttir
  • 22. júní 2020

Flest þekkjum við Grindvíkingar Fagradalsfjall. Fjallið hefur verið nokkuð í umræðunni, sérstaklega í tengslum við skjálftahrinuna sem gengið hefur yfir Reykjanesið í upphafi árs. Oftar en ekki áttu jarðskjálfrar upptök sín við Fagradalsfjall. Margir vita þó ekki hversu merkilegt fjallið er sögulega séð.

Grindvíkingar og aðrir gestir sem fara um Grindavíkurveg hafa líklega séð minnisvarðann austan við Grindavíkurveg. Þann 3. maí árið 2018 var minnisvarðinn afhjúpaður en það ár voru 75 ár liðin frá því að fjór­tán manna áhöfn banda­rísku sprengjuflug­vél­ar­inn­ar B24D Li­berator fórst á Fagra­dals­fjalli. Eftir að endurbætur voru gerðar á Grindavíkurvegi er aðeins hægt að beygja inn á afleggjarann að minnisvarðanum þegar ekið er frá Grindavíkur.

Í til­efni þessa tímamóta af­hjúpuðu ætt­ingj­ar hinna látnu og banda­ríska sendi­ráðið, ásamt áhuga­fólki um sögu og varðveislu stríðsminja, minn­is­varðann. Hann hef­ur að geyma stóra eft­ir­lík­ingu af sprengjuflug­vél­inni úr ryðfríu stáli, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. Eft­ir af­hjúp­un minn­is­varðans var hald­in minn­ing­ar­at­höfn í Andrews Thea­ter í Ásbrú.

Nýverið setti Ívar Gunnarsson inn skemmtilegt myndband á YouTube undir yfirskriftinni "Fjallið sem breytti mannkynssögunni" og má sjá hann labba á fjallið þar sem enn má sjá brak úr vélinni. Myndbandið má sjá neðst. 

Fjór­tán fór­ust í slys­inu
Flug­vél­in var á leið heim til Banda­ríkj­anna í fyr­ir­hugaða sig­ur­för sem fyrsta sprengjuflug­vél­in sem hafði náð ósködduð að fljúga 25 árás­ar­ferðir frá Bretlandi yfir meg­in­land Evr­ópu í seinni heims­styrj­öld­inni.

Í flug­slys­inu fór­ust fjór­tán manns, þar á meðal Frank M. Andrews, hers­höfðingi og æðsti maður herafla Banda­ríkj­anna í Evr­ópu, sem var á leið til Washingt­on til þess að leggja á ráðin um und­ir­bún­ing inn­rás­ar banda­manna á meg­in­land Evr­ópu. Einn maður lifði slysið af, Geor­ge A. Eisel stél­skytta, og var það í annað sinn sem hann komst lífs af úr slíku flug­slysi.

Eisen­hower tók við
Við frá­fall Andrews tók Dwig­ht D. Eisen­hower hers­höfðingi við sem æðsti maður herafla Banda­ríkj­anna í Evr­ópu og alls herafla banda­manna í Evr­ópu og stjórnaði inn­rás­inni í Normandí árið eft­ir. Eisen­hower var síðan for­seti Banda­ríkj­anna á ár­un­um 1953 – 1961.

Minn­is­varðinn var reist­ur að frum­kvæði Banda­ríkja­manns­ins Jim Lux og ætt­ingja þeirra sem fór­ust, með aðstoð Þor­steins og Ólafs Marteins­sona. All­ir eru þeir mikl­ir áhuga­menn um flug­vél­ar og flug­sögu seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir